Goðasteinn - 01.09.1991, Side 35
Ég ,,gekk í skóla” í orðanna fyllstu merkingu. Um klukkustundar
gangur var frá Úlfsstöðum að Kanastöðum eða 10 km. báðar leiðir. Ætli
ég hafi þá ekki gengið um tvö þúsund km. þessi skólaár og tel þá 25
skóladaga í mánuði. Vegurinn ágætur, skemmtiganga. Nú er börnum
ekið í skólana, jafnvel líka í þéttbýli. Ekki var skólataska til að íþyngja
mér, bara penni og grifill í vasanum, skrifbækur og blek geymdum við
í skólastofunni og reiknispjöldin.
Undirbúningur fyrir skólann var nokkur. Ég lærði að lesa í Nýja
Testamentinu, Oxford útg. 1866. Letrið er stórt og fallegt. - Ekki gekk
eins og í sögu að læra að lesa. Ég var kannski á sjötta ári þegar pabbi
kom með nýja bók, Stafrófskver eftir Hallgrím Jónsson (síðasta útg.
kom 1936). Nú skyldi kenna kauða að lesa. Ég vartekinn í „karphúsið”
þegar pabbi kom inn frá gegningum, búið að kveikja á olíulampanum
í baðstofunni. Ég lærði tljótt að þekkja stafina en öllu verra að mynda
orðin - kveða að áem kallað var. Mér leiddist þófið og hugðist grípa til
gagnráðstafana, háttaði ofan í rúm áður en karl kom inn frá útiverkum.
Er svo fór fram þrjú kvöld þótti þetta ekki einleikið, drengurinn gall-
hraustur. Hér mundu brögð í tafli hjá strák. Var ekki ávítaður, en bragð-
ið dugði ekki lengur. Var þá enn tekið fram kverið og bandprjónninn,
en árangur lét á sér standa, var virkilega ekki hægt að kenna barninu?
Með þá spurningu í huga ræddi faðir minn málið við Kristínu Sigurðar-
dóttur ljósmóður á Bakka sem var greind kona og góðgjörn. Kristín
sagði: Láttu strákinn bara eiga sig í vetur, þetta lagast. Svo var gert og
þótti mér nú vel skipast. En svo fór ég að fá eftirþanka, það væri nú
eiginlega skömm að því ef ég yrði aldrei læs. Fór að „stúdera” Nýja
Testamentið í laumi og áður en langt um leið opnaðist fyrir mér nýr
heimur, ég gat lesið, stirðlæs í lyrstu en æfðist. - Það var brýnt að koma
í skólann sæmilega læs til þess að hafa fullt gagn að bóknáminu. Ég
halði lært fyrstu kaflana í Biblíusögum Klaveness klerks í Noregi. Mér
þótti þær skemmtilegar en öðru máli gegndi um Klaveneskverið sem ég
lærði seinna. Voru þau fræði sem „bögglað roð fyrir brjósti mínu.” Um
kverið segir séra Magnús Bl. Jónsson: ,,Ég varð að sigrast á þessum
leiða óvini, sem var að vefjast fyrir mér. Ég skyldi bera sigur af hólmi
við kverið.”
,,Að lesa og skrifa list er góð.” Ég fékk forskriftarbók Jóns Þórarins-
sonar, með þessa fögru koparstungu. Reyndi að líkja eftir þessum
Goðasteinn 33
3