Goðasteinn - 01.09.1991, Síða 36
fallegu stöfum með lélegum árangri. En enginn sagði flýttu þér. í skóla
síðar fengum við gerólíka forskrift, aðferð sem Steingrímur Arason
hafði víst lært í Ameríku. Og nú var sagt: Flýttu þér. Mér kom á óvart
þegar sagt var við mig fyrir nokkru: Þú hefur lært Steingrímskverið.
Fyrsti skóladagur, tilhlökkun og kvíði. Við vorum þrjú skólabörnin
úr Úlfsstaðahverfi 1921, svo tvö og loks ég einn. Félagi minn og vinur
nokkru eldri, Þórður Kárason á Syðri Úlfsstöðum, miðlaði mér af
reynslu sinni um skólann. Hann sagði: Við skulum fara snemma fyrsta
daginn svo þú getir merkt þér sæti.
- A ég að merkja mér sæti, hvernig þá? spurði ég í fávisku minni.
- Já, í stofunni er skólaborð úr þykkum borðum eða plönkum, svona
langborð frá glugganum og innar eftir, en það er bjartast við gluggann
þar sem ég á sæti og það er merkt mér. Svo merkjum við þér næsta sæti
með því að skera H í borðið.
Þessi ágæta áætlun gekk þó ekki eftir. Þegar þeir eldri og aðgangs-
hörðu komu sögðust þeir ,,eiga” fremstu sætin. Ég hlaut að hörfa í aft-
asta sæti og undi því bærilega, var nokkuð útaf fyrir mig. Stúlkurnar
sem voru að mig minnir 4—5 sátu , ,hinum megin við borðið” í stofusóf-
anum.
A Kanastöðum var menningarheimili. Húsbóndinn, Geir ísleifsson,
var vinsæll í sveitinni, mesta prúðmenni. Hann var fyrsti formaður ung-
mennafélagsins í sveitinni sem var stofnað 1909. Kona hans var Guðrún
Tómasdóttir frá Reyðarvatni á Rangárvöllum. Hún var glæsileg kona,
ákveðin í framgöngu og háttvís. Geir andaðist vorið 1923 og var mjög
saknað. Guðrún bjó eitt ár eftir lát Geirs, þá fluttist fjölskyldan til Vest-
mannaeyja. Guðrún andaðist í Vestmannaeyjum 4. maí 1978.
Fræðslunefndir höfðu ekki önnur afskipti af skólahaldi en að útvega
húsnæði. Ekki þeirra mál hvort kennt væri í allt of miklum þrengslum
eða kulda, ekki spurt um hæfni kennarans eða árangur kennslunnar. í
Austur-Landeyjum var löngum gengið að skólastöðum vísum. Á Krossi
í gömlum timburhjalli, þinghúsinu til 1930. Þá var reist nýtt samkomu-
hús með kennslustofum, með hita. Leiga fýrir skólahald hefur verið lág,
ef einhver. Onæði íylgdi skólanum. Á Kanastöðum gengum við um eins
og heima hjá okkur, líka inni í baðstofu þar sem fólk var við vinnu sína.
Börnin voru skólasystkin okkar tvö skólaár, nema hún Sigga sem var elst
og spilaði oft fyrir okkur krakkana á heimilisorgelið.
34
Goðasteinn