Goðasteinn - 01.09.1991, Page 37
Stundum voru dansiböll á Kanastöðum, rúmin borin fram og þá var
þarstærri salur en gamla þinghúsið. Sjónleikurinn ,,Hann drekkur” var
sýndur í baðstofunni 1917, gerð upphækkun sem leiksvið. Alfadans fór
fram á Kanastaðabökkum.
Víkjum þáað þeirri stóru stund er skólastarfið hófst í okt. 1921. Kenn-
ari var Sveinbjörn Friðfinnsson (1891—1988). Hann var frá Haga í
Vópnafirði en bjó um þessar mundir í Vestmannaeyjum. Kona hans var
Guðrún Guðmundsdóttir frá Hellnatúni í Rangárvallasýslu, landskunn
sem Guðrún frá Berjanesi. Sveinbjörn stofnaði síðar fyrirtæki í Reykja-
vík, Vopna. Kennarinn okkar var öðlingsmaður. Nokkuð skorti á að
hann hefði fulla stjórn á uppivöðslusömustu strákunum. Stundum þarf
ekki nema einn gikk í veiðistöð og allt voru þetta góð börn inn við bein-
ið. Nú hófst kennslan, kennarinn nefndi nafn mitt, spurði hvað ég hefði
lært í Biblíusögum. Ég stóð upp og tók að þylja eina söguna frá orði til
orðs og gerði aldrei hlé á. Þá er þulunni lauk og ég víst orðinn andstuttur
mælti kennari: ,,Þú þarft nú ekki að læra þetta svona vel.” Þá varð ég
hissa, hélt að aldrei væri of vel lært, var alinn upp við þululærdóm. En
feginn var ég. hefði ekki boðið í að læra náttúru- og landafræðina utan-
bókar.
Jónas frá Hriflu sagði að sér hefði runnið til rifja sú ,,raun skólabarna
að hafa næstum eingöngu til náms og lesturs mjög leiðinlegar kennslu-
bækur, beinagrindur ýmissa þekkingargreina.” Hann kallaði þetta sálar-
lausan utanbókarlærdóm í stað lífrænnar kennslu. Ég lærði Náttúru-
fræðibókina illa og flaut á því að vera sjaldan ,,tekinn upp” í þeim fræð-
um. Mér leist því fremur illa á lokaprófið í þeirri grein. Kaflann um
manninn lærði ég sæmilega. Mér létti þegar ég dró húðina. Húðarletin
varð mér ekki að falli.
Landafræðibókin mín var gefin út árið 1910. Þar segir um Vestmanna-
eyjar: , .Merkastar allra eyjanna eru Vestmannaeyjar í suðvestur af Dyr-
hólaey. Þær eru taldar 14 (auk skerja og dranga) og háar úr sjó. Heimaey
er þeirra mest, og sú eina sem byggð er. Þar búa um 600—700 manns,
og lifa mest á fiskveiðum og fuglatekju. Eyjarnar eru sérstök sýsla, einn
hreppur og eitt prestakall. Þar er og kauptún.”
Árið 1910 voru Eyjaskeggjar ekki 6—700 heldur 1319. Annað rétt.
En 1921 þegar við lærðum 6—700 manna töluna bjuggu 2446 manns
í Eyjum. Þá var þar ekki kauptún heldur kaupstaður (lög 1918) og fugla-
Goðasteinn
35