Goðasteinn - 01.09.1991, Page 39
boltanum. í slæmu veðir vorum við inni í bæ í ýmsum leikjum eins og
að vefa vaðmál og í Fram fram fylking.
Uti var leiksvæðið oft á túninu austan við bæinn og þá verið í þessum
slagbolta. Túnið lá þar hátt og var gott til leikja.
Vestan við bæjarröndina er Kanhóll, sem við kölluðum Kana, sbr.
bæjarnafnið Kanastaðir. Hann er hár en ekki stór um sig. í hugum okkar
lá dul yfir þessum hól. Sagnir voru um það í Landeyjum að Kani forn-
maður væri heygður í hólnum. Ég held, að við höfum trúað því.
Einhvern tíma á öldinni sem leið var að sögn grafið í hólinn. Þá brá
svo við að grafarar sáu Voðmúlastaðakirkju í björtu báli. Þá varð haug-
brjótum ekki um sel og hættu að grafa, jafnskjótt hætti kirkjan að
brenna. - Neðst í hólnum vestanverðum má sjá fyrir þrepum, þar var
talið að byrjað hafi verið að grafa. Krakkarnir í hverfinu sögðu mér að
bannað væri að leika sér á Kana. Ekki minnist ég þess að svo hafi verið
þegar ég var í skólanum. En hitt man ég að við lékum okkur afar sjaldan
á Kanhól.
Um Kana sem átti að hafa búið á Kanastöðum í Austur-Landeyjum hef
ég öngvar heimildir fundið. Arbók Fornleifafélagsins 1886 segir frá því,
að milli Þórólfsfells og Gilsár í Fljótshlíð hafði staðið bær sem hét Kana-
staðir. Þar er (1886) ,,bratt hallandi upp undir Tindfjallajökul. Neðst í
því er Kanastaðir; hefir það verið bær, bygður í landnámi Þórólfs.” Höf-
undur álítur, að vetrarríki og eyðing skóga hafi valdið því að byggð lagð-
ist af þar efra. (Um landnám Sighvats rauða. eftir Brynjólf Jónsson frá
Minna-Núpi, Árbók Hins ísl. Fornleifafélags 1886, bls. 52—61).
Nú vaknar sú spurning, hvort verið gæti að Kanastaðabóndi, hver sem
hann var. hafi flutt bæ og bú af landi, sem varaðblása upp, suðuríLand-
eyjar.
Goðasteinn
37