Goðasteinn - 01.09.1991, Page 41
Því næst flutti Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi ávarp og lýsti
ánægju sinni yfír vönduðu og velgerðu húsi og þakkaði ánægjulegt sam-
starf við smiði hússins. Þá lýsti hann því yfir að kostnaður við húsið væri
lágur, þegar miðað er við hve það er vandvirknislega smíðað og margt
keypt eftir að efniviður stórhækkaði í verði. En kostnað taldi hann um
800 krónur á rúmmeter.
Þá flutti Ólafur Bergsteinsson bóndi á Árgilsstöðum frumort ljóð.
Því næst voru frjáls ræðuhöld og tóku til máls meðal annarra: Guðjón
Guðjónsson frá Brekkum, Ingólfur Jónsson, ráðherra, séra Erlendur
Þórðarson fyrrverandi sóknarprestur í Odda, Ágúst Einarsson fyrrver-
andi kaupfélagsstjóri, Ragnheiður Ólafsdóttir frá Dufþekju, Ólafúr Ól-
afsson, kaupfélagsstjóri, Gissur Bergsteinsson, hæstaréttardómari frá
Árgilsstöðum, Björn Björnsson, sýslumaður, sem við þetta tækifæri af-
henti Tónlistarskóla Rangæinga tbrkunnar fagran flygil af Hornung &
Möller gerð, sem gjöf frá Kaupfélagi Rangæinga, en flygillinn verður
til húsa í félagsheimilinu og var notaður í fyrsta sinn þetta kvöld.
Því næst talaði séra Sveinbjörn Högnason, prófastur að Breiðabóls-
stað og Guðmundur Daníelsson, rithöfundur.
Milli ræðnanna var almennur söngur og auk þess söng Guðmundur
Guðjónsson mörg einsöngslög.
í lok dagskrárinnar flutti Trúmann Kristiansen form. húsnefndar
ávarpog sagði m.a. að öll menningarstarfsemi og heilbrigt félagslíf væri
velkomið innan veggja þessa húss. Og kvaðst vona að gestir þess á kom-
andi tímum umgengjust það eins og því sjálfu hæfir.
Að dagskrá lokinni var dans stiginn af miklu fjöri allt til morguns.
Blástakkar léku fyrir dansinum. En ýmsir tóku tal saman og rifjuðu upp
gamalt og nýtt, en þarna hittu margir brottfuttir sveitungar kunningja og
vini.
Félagsheimilið HVOLL er teiknað á teiknistofu Gísla Halldórssonar
arkitekts. Það er um 620 fermetrar að grunnmáli og eru kjallarar bæði
undir leiksviði og kaffisal, einnig er hæð yfir kaffisalnum. í austurálmu
hússins verður aðstaða fyrir veitingasölu og ennfremur íbúð fyrir hús-
vörð en þann hluta er eigi búið að innrétta.
Samkomusalurinn er 14 X 9,5 metrar. Hann er klæddur harðviði upp
að gluggum. Einnig er harðviðarklæðning umhverfis leiksvið og kaffi-
sal sem stendur nokkru hærra en aðalsalurinn. Kaffisalurinn er um 80
Goðasteinn
39