Goðasteinn - 01.09.1991, Page 42
fermetrar að grunnmáli og leiksviðið jafnstórt. Forstofa 100 fermetrar
og í henni fatageymslur, sælgætissala en vestur af salerni karla og
kvenna. Sunnan við húsið hefur verið malborið bifreiðastæði, sem rúm-
ar um hundrað bifreiðar.
Sigurður Thoroddsen teiknaði járnalagnir í húsið, en rafmagn Ólafur
Gíslason, Reykjavík. Raflagnir voru framkvæmdar undir stjórn Einars
Árnasonar, rafvirkja í Hvolsvelli. Miðstöðvarlögn teiknaði Jóhannes
Zoéga verkfr., Reykjavík, en hún var lögð af starfsmönnum Kaupfélags
Rangæinga. Yfirsmiður var Kjartan Einarsson, trésmíðameistari Hvol-
svelli, en verkstjóri Isleifur Sveinsson trésmíðameistari Hvolsvelli og
hefur hann annast daglegt bókhald. Með honum hefur mikið starfað El-
ías Tómasson, smiður á Uppsölum ásamt fleirum. Húsið er málað undir
stjórn Ólafs Sigfússonar málara í Hjarðartúni. U.M.F. Baldur hefur lagt
verulega fjárhæð til byggingarinnar og sömuleiðis Kvenfélagið Eining,
en kvenfélagskonur hafa auk þess saumað og gefið öll gluggatjöld, sem
eru hin vönduðustu.
Kostnaður við húsið er nú talinn vera um 2,8 milljónir en þar eru að
sjálfsögðu ekki öll kurl komin til grafar, enda eins og áður er sagt veit-
ingahúsið og íbúð húsvarðar ófullgert.
Byrjað var að grafa íyrir húsinu hinn 15. júní 1954 en ýmsar tafir hafa
orðið vegna fjárskorts og annarra aðkallandi framkvæmda sem komist
hafa í höfn á vegum sveitarfélagsins á þeim tíma sem bygging hússins
hefur staðið yfir.
Ibúar í Hvolhreppi eru nú aðeins um 312 talsins svo að sjá má að hér
er í tiltölu við fólksfjölda um stórvirki að ræða. En þetta stóra og vand-
aða hús er staðsett í miðju Rangárþingi og bætir ekki einungis úr brýnni
þörf fyrir þessa sveit heldur og héraðið allt.
Áður fyrr voru stærstu mannfundir héraðsins jafnan haldnir að Hvoli
í barnaskólahúsinu. Að Hvoli var og í eina tíð kosið til Alþingis fyrir
allt héraðið. Og víst er að þetta hús verður mikið notað á komandi tímum
og hafa þegar borist beiðnir um samkomur og leiksýningar. Við þetta
hús eru miklar vonir tengdar og ríkir almenn ánægja meðal hreppsbúa
yfir þeim merka áfanga sem þeir hafa nú náð. 20. ág. 1960.
P. E.
40
Goðasteinn