Goðasteinn - 01.09.1991, Page 43
Oddgeir Guðjónsson:
S /
Arni Arnason
Vestur-Sámsstöðum
Árið 1898 komu til búskapar að Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð hjón-
in Árni Árnason og Þórunn Jónsdóttir. Árni var fæddur á Kirkjulæk 23.
júní 1861 sonur Árna Einarssonar, bónda á Kirkjulæk, f. 5. júní 1825
á Kirkjulæk, d. 11. febrúar 1894 og konu hans Þórunnar Ólafsdóttur, f.
21. okt. 1821 í Múlakoti í Fljótshlíð. d. 12. júní 1899.
Þórunn Jónsdóttir kona Árna á Sámsstöðum var fædd á Grjótá í
Fljótshlíð 17: janúar 1870 dóttir Jóns Ólafssonar frá Grjótá, síðar bónda
á Mið-Sámsstöðum, f. 3. okt. 1838 í Teigi í Fljótshlíð, d. 5. júní 1906
og konu hans Þorbjargar Eyjólfsdóttur, f. 31. okt. 1829 á Búastöðum í
Vestmannaeyjum, d. 6. maí 1915.
Árni og Þórunn á Sámsstöðum gengu í hjónaband 14. júní 1894, þau
hófu búskap á Kirkjulæk, vestustujörðinni, en þar höföu foreldrar Árna
búið. Þegar Vestur-Sámsstaðir losnuðu úr ábúð árið 1898 og ábúandinn
þar Oddur Oddsson gullsmiður flutti á Eyrarbakka tóku þau Sámsstað-
ina og bjuggu þar síðan allan sinn búskap.
Faðir Odds Oddssonar, Oddur Eyjólfsson, haföi búið á Vestur- Sáms-
stöðum á undan Oddi frá 1847 til 1890, en þá tók Oddur sonur hans við
jörðinni. Oddur Eyjólfsson var hreppstjóri í Fljótshlíð og brautryðjandi
í ýmsum framfaramálum, sem lutu að bættum efnahag bænda í sveitinni
einkum beitti hann sér fyrir aukinni ræktun og var þar sjálfur í farar-
broddi, fékk tvisvar heiðursverðlaun fyrir ræktunarstörf.
Þegar Árni kom að Sámsstöðum tók hann fljótlega upp merki Odds
Eyjólfssonar og hóf jarðabætur af mikilli atorku og kappi. Þá voru ekki
Oddgeir Guðjónsson.
Goðasteinn
41