Goðasteinn - 01.09.1991, Page 44
Árni Árnason. Þórunn Jónsdóttir.
komin hestverkfæri til sögu svo allt varð að vinna með handverkfærum,
skóflu, kvísl og undirskera. Árni notaði hverja stund sem gafst til þess
að bæta ábúðarjörð sína með því að slétta tún og grafa skurði þar sem
votlent var og breyta mýrlendi í töðuvöll, einnig vann hann mikið að
áveitum, sléttaði með þeim landið og jók þannig grasvöxt að miklum
mun.
Ekki lét Árni sér nægja að vinna að jarðabótum með öðrum bústörf-
um, hann var þjóðhaga smiður svo frægt var og lék allt í höndum hans,
hann smíðaði íbúðarhús, húsgögn allskonar, svo sem stofuskápa, skrif-
borð, stóla og margt fleira. Sjálfur smíðaði hann hefla af ýmsum gerðum
og önnur þau tæki og tól sem þurfti til smíðanna t.d. rennibekk og fleira.
Hann var ágætur járnsmiður, steypti úr kopar og á seinni árum smíðaði
hann spunavélar og þegar þrekið þvarr til erfiðisvinnu fór hann að smíða
úr silfri t.d. silfurbúna tóbaksbauka o.fl. Ekki átti hann áhöld til þess
að kveikja silfur, en honum varð ekki ráðafátt, hann laðaði silfrið, batt
það saman með vír, klippti niður silfur í mjóar reimar, lét þær í sam-
skeytin, setti þetta svo inn í glóðina í eldavélinni og bræddi það saman.
Vinnuþol Árna var með ólíkindum mikið, hann var mjög svefnléttur
og hafði einstakt lag á því að vinna sér létt og án átaka. Á haustin skar
42
Goðasteinn