Goðasteinn - 01.09.1991, Page 46
Skrifborð smíðað af Árna Árnasyni.
Tóbaksbaukur smíðaður
af Árna.
Þá má geta þess að Árni var snjall hesta- og tamningamaður og gerði
margan góðhest úr göldum fola. Árni hafði gaman af veiðiskap og var
slyngur veiðimaður, fékk margan góðan málsverð af silungi úr Þverá og
víðar.
Árni var í hærra meðallagi á vöxt og svaraði sér vel, rauðhærður, enn-
ið breitt, bláeygður, nefið beint, hafði skegg á efri vör og stutt vanga-
skegg (barta), hakan bein og traustleg. Allir drættir í andliti hans voru
skarpir og svipurinn festulegur og íhugull.
Þórunn kona Árna var vel í meðallagi há og fremur grönn, dökkhærð,
beinleit og festuleg í allri framkomu. Hún var greind, mikil húsmóðir
og hvarvetna mikils metin.
Það má segja að Árna hafi verið flest í augum uppi, hann var góður
bóndi, glöggur á búfé og hafði löngum allstórt bú, oft var það með
stærstu búunt í Fljótshlíð. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
sveit sína og leysti allt vel af hendi, sem honum var falið að vinna, enda
greindur og gætinn.
Heimilið á Sámsstöðum var oftast mannmargt, bæði vinnufólk og svo
börn hjónanna, sem urðu sex, sem upp komust, öll mannvænlegt fólk.
Bræðurnir voru fjórir, allir með hæstu mönnum og systurnar tvær mjög
gjörfulegar konur. 011 þessi systkini voru mjög söngvin og höfðu góða
söngrödd. Það var gaman að koma að Sámsstöðum þá var oft tekið lagið
44
Goðasteinn