Goðasteinn - 01.09.1991, Page 47
við undirleik Söru dóttur hjónanna. Gestrisni var þar og góður heimilis-
andi.
Eins og áður er sagt komust sex börn þeirra Árna og Þórunnar til full-
orðins ára, tvær dætur og fjórir synir. Eina dóttir misstu þau á fyrsta ári
og verða börnin nú talin í aldursröð.
1. Arnheiður Þóra, f. 4. mars 1895 á Kirkjulæk, d. 24. júní 1967.
Hún var tvígift. Fyrri maður hennar var Vilhjálmur Björn Þor-
valdsson, kaupmaður, f. 29. sept. 1862 áStað íGrindavík, d. 1926
í Reykjavík. Síðar giftist hún Lárusi Jónssyni. lækni, f. 23. mars
1896 á Þingeyrum.
2. Þorbjörg, f. 16. febr. 1897 á Kirkjulæk, d. á sama ári.
3. Sara Þorbjörg, f. 10. apríl 1898 á Kirkjulæk, d. 21. sept. 1987 í
Reykjavík. Ogift og barnlaus.
4. Jón, f. 16. júní 1899 á Sámsstöðum kona hans var Guðrún Árna-
dóttir, f. 5. ágúst 1909 í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, d. 10. nóv.
1969.
5. Sigurður, f. 14. júlí 1900 á Sámsstöðum, kona hans er Hildur
Árnason, f. 25 maí 1913 í Danmörku.
6. Árni, f. 2. mars 1902 á Sámsstöðum, trésmiður, kona hans er
Hulda Guðmundsdóttir, f. 16. sept. 1917 í Reykjavík.
7. Tryggvi, f. 20. ágúst 1907 á Sámsstöðum, trésmiður, d. 21. okt.
1970, kona hans var Sólveig Hjartardóttir, f. 11. ágúst 1904 á
Efra-Hóli í Viðvík.
Þrír bræðranna eru enn á lífi, Jón, Sigurður og Árni.
Þórunn á Sámsstöðum, kona Árna lést 19. júní 1927. Árni bjó áfram
til ársins 1932, en þá tóku við búi og jörð Jón og Sigurður synir hans.
Þeir skiptu síðar jörðinni og hafa búið þar síðan á sínum helmingi hvor.
Árið 1944 byggði Jón nýtt íbúðarhús skammt niður frá gamla íbúðarhúsi
Árna og Þórunnar, þangað flutti hann einnig öll fénaðarhús og hlöðu.
Sigurður byggði nýtt íbúðarhús niður við þjóðveginn árið 1950, áður
hafði hann byggt þar fénaðarhús og heyhlöðu.
Þegar Þórunn og Árni komu að Sámsstöðum var þar gamall bær. I
honum bjuggu þau sitt fyrsta búskaparár, en á næsta ári hóf Árni bygg-
ingu á stóru íbúðarhúsi, það var byggt úr timbri, járnklætt, ein hæð á
kjallara. Svokallað brotið þak var á húsinu svo það kallast tvær hæðir.
Á hæðinni voru stofur, eldhús, búr og geymsla en svefnherbergi á loft-
Godasteinn
45