Goðasteinn - 01.09.1991, Side 53
Kvæðamaður og raddmaður:
Guðmundur hafði mikla og fagra rödd og kvað rímur ágætlega eftir
því sem heimildir greina og fékkst eitthvað við að búa til kvæðastemm-
ur. Geymst hafa liprar vísur ortar af honum. Ennfremur var sérgrein
hans sú að líkja eftir tóni, fyrirbænum og ræðum presta og sagðist hann
sjálfur geta hermt eftir 12 prestum heiðvirðum og 2 hneykslisprestum.
Hann er á vissan hátt samherji kvæðamanna, þótt hann hafi orðið fræg-
ari fyrir annað en rímnakveðskap og yrkingar. Það er því vonandi við
hæfi, að Kvæðamannafélagið Iðunn eigi þátt í því að geyma og jafnvel
viðhalda lista hans, sem mun vera einstök í heiminum og er að því komin
að deyja út og týnast okkur, sem nú lifum.
Uppruni og ætt:
Guðmundur fæddist á bænum Klasbarða í Vestur-Landeyjum hinn 7.
júlí 1833. Fæðingarstaður hans er neðarlega í Utlandeyjum, vestur af
Alfhólum skammt norðan við bæina Klauf, Sleif og Sigluvík og nokkru
austar en Skúmsstaðavatn. Þessi jörð er nú fyrir löngu komin í eyði. For-
eldrar Guðmundar bjuggu þar vel, enda landið grasgefið og gott undir
bú eftir því sem þá gerðist.
Að Guðmundi stóðu geðríkir gáfumenn og góðir raddmenn og voru
prestar á báða bóga. Faðir hans Árni á Klasbarða var Jónsson hins ríka
í Akurey, Hjörtssonar. Annar sonur Jóns í Akurey og föðurbróðir
Guðmundar var séra Hjörtur á Gilsbakka. Sonur Hjartar prests var Jón,
sem um skeið var prestur á Krossi í Landeyjum en síðar á Gilsbakka,
orðlagður fyrir raddfegurð og snilldartón. Móðir Guðmundar var Jór-
unn Sæmundsdóttir bónda í Mörk, Ögmundssonar prests á Krossi,
Högnasonar prófasts á Breiðabólstað, sem kallaður var prestafaðir
vegna þess að hann átti 8 syni, sem allir urðu prestar. Sagan segir, að
Jórunn hafi verið tilkomumikil dugnaðarkona og að Árni faðir
Guðmundar hafi verið ntikill bókamaður og stundum setið inni við bók-
lestur meðan Jórunn stóð úti við garðhleðslur. Systkini Jórunnar á Klas-
barða voru Ingibjörg á Barkarstöðum, mikilhæf kona, móðir Tómasar
bónda þar og Tómas Fjölnismaður, prestur á Breiðabólsstað.
ÞegarGuðmundur var2jaáramissti hann föðursinn. Hann drukknaði
við veiðar í Skúmsstaðavatni. Móðir hans giftist skömmu síðar Lofti
Guðnasyni, sem verið hafði vinnumaður á Klasbarða. þau áttu saman
Goðasteinn
51