Goðasteinn - 01.09.1991, Blaðsíða 54
tvö börn, sem bæði dóu ung. Var það seinna lagt ígröf með móður sinni.
Hún dó úr barnsfararsótt þegar Guðmundur var 4 ára. Þá fór hann í fóst-
ur til Guðmundar Þorvaldssonar frænda síns og Herborgar Jónsdóttur
frá Selsundi, sem bjuggu í Eystri-Tungu. Þar ólst hann upp.
Systkini Guðmundar voru þrjú sem upp komust. Þórarinn bróðir hans
verður hér nafngreindur einn þeirra. Hann fór til sr. Tómasar Sæmunds-
sonar frænda sína á Breiðabólsstað tólf ára gamall, þegar móðir þeirra
dó og var hjá honum meðan Tómas lifði (1841). Þórarinn gekk á búnað-
arskóla í Danmörku og var jafnan kallaður Þórarinn jarðyrkjumaður
vegna þess að hann fékkst talsvert við jarðabætur og var einn af þeim
fyrstu jarðyrkjumönnum sem siglt höfðu. Hann bjó á Götu í Miðfells-
hverfi í Ytri-Hrepp. Börn hans voru 8. Þar á meðal var sr. Arni Þórarins-
son í Miklaholti á Snæfellsnesi, sem landskunnur er af ævisögu sinni,
skráðri af Þórbergi Þórðarsyni og Þuríður móðir Þórarins Guðmunds-
sonar fiðlaleikara.
Nokkrar heimildir um Guðmund dúllara:
Guðmundur þótti vera með efnilegri ungum mönnum. Við fermingu
var umsögn prestsins ,,Gáfaður og siðprúður.” Enn er til fólk, sem man
eftir Guðmundi dúllara og ýmsir geta lýst honum eftir frásögnum for-
eldra sinna eða annarra, sem sáu hann og heyrðu. List hans var frumleg
og maðurinn sjálfur eftirminnilegur. Hann var óvenju mannglöggur og
svo næmur og minnugur að einstætt þótti. Hann gat farið með orðrétta
kafla úr ræðum presta og þurfti ekki að heyra þær nema einu sinni til
þess. Hann var listaskrifari og var um tíma skrifari Símonar Dalaskálds,
sem Guðmundur dáði fyrir hagmælskuna.
I ævisögu Arna Þórarinssonar er einna ítarlegasta lýsingin á Guð-
mundi dúllara. Þar er talsverður kafli um Guðmund, svo fjörlega skrif-
aður, að orkað getur tvímælis, hverju trúa skal. Þórarinn ftðluleikari
skrifar líka ágætlega um frænda sinn í bók sinni „Strokið um strengi.”
Einnig hefur Helga Halldórsdóttir á Dagverðará skrifað hlýlega um
Guðmund í ævintinningar sínar ,,Ö11 erum við menn.” Guðmundur er
raunar víða getið í æviminningum manna og í ýmsum greinum. ýmis-
legt er til um hann óprentað. Allir lýsa dúllinu en misvel. Guðmundur
getur þess þó ekki í æviminningum sínum, sem hann byrjaði að rita í
Seljalandsseli undir Eyjafjöllum árið 1902. Ekki náði Guðmundur því
52
Godasteinn