Goðasteinn - 01.09.1991, Side 56
dúll að marki fyrir þann tíma. Handritið, - þau eru reyndar til tvö með
hans hendi og ekki alveg samhljóða geymdist hjá frændum hans á
Barkarstöðum. Það birtist í Goðasteini 1975 og var fengið hjá Sigurði
bónda á Barkarstöðum syni Tómasar, sem fyrr var nefndur.
Veikindastríð:
Guðmundur átti ungur við mikil veikindi að stríða, en það endaði með
því að hann hætti að geta unnið eins og aðrir. Gegn þeim var fyrst og
fremst beitt blóðtökum, eins og algengt var í þá daga, sem hjálpuðu mis-
jafnlega. Hann segir sjálfur svo frá í ævisögu sinni:
..Líka var þaðeinu sinni aðég fékk taksting undir síðuna, sem batnaði
við blóðtöku... eftir þetta tók blóðið skakka stefnu, því annað hvort
hafði ég sorg eða gleði, er gekk yfir hóf, og var hvurutveggja verra en
það hefði ekki verið. Þegar því sem svarar frá þessari blóðtöku voru liðin
4 ár, var ég orðinn alófær, gat ekki sofið og varð þegar brjálaður. Var so
tekið blóð uppá handleggjum. Þetta bætti mér ekkert, ég miklu heldur
versnaði, og mátti þetta heita með þeim verstu hrossaráðleggingum,
sem þá gerðust en nóg og fullkomið til að gera mig að ónýtum manni.
vegna þess að hverjum manni og hverri skepnu er meðskapað sitt eigið
blóð, og beri út af þessu, hlýtur maðurinn mikið að missa, þar sem hann
missir sitt óspillta blóð.”
Sextán ára gamall fór Guðmundur að róa frá Landeyjasandi og stund-
aði síðar sjómennsku að vetrinum frá ýmsum verstöðum sunnanlands
og suður með sjó um árabil en var við heyskap að sumrinu.
Þegar Þórarinn bróðir hans var farinn að búa í Götu, fluttist Guð-
mundur, þá rúmlega tvítugur. til hans og varð heimilisfastur hjá honum
nokkur ár. Þar veiktist hann alvarlega af taugaveiki og síðar heilabólgu
að sagt var og hefur líklega aldrei orðið samur maður eftir það. Enn var
gripið til læknisráða þess tíma. Guðmundur segir svo frá:
..Eitthvað merkilegt og þarft verk þurfti nú að vera mér til handa. Þau
urðu úrslitin, að ég laxeraði með krodinolíu. hún var þá til á heimilinu,
og er það lítið sýnishorn af myndarskap þess. Voru tilteknir 4 dropar af
olíu þessari, en þeir þýddu nú heldur lítið í mig, so komu 6 dropar og
fór á sömu leið, að ekkert hreif. Ingunn mágkona ráðlagði mér, sem síst
ætti að gleyma, að drekka sem mest af volgu vatni sem gat og átti að
liðka ganginn. Nú ansar Þórarinn bróðir til og segir að karl skuli nú hafa
54
Goðasteinn