Goðasteinn - 01.09.1991, Qupperneq 57
sem hrífur og tók til 10 dropa að nýju ofan á það, sem komið var. Urðu
nú þetta samtals 20 dropar, sem ofan í mig fór sama daginn, er þetta
mesta inntaka, sem ég hef heyrt um á íslandi. So þegar þetta fór að verka
fyrir alvöru, fór ég hið fyrsta á setuna, og mátti heita að yfir mig liði,
og sá ég ekki sólina um hádegisbilið um hásumarið. En þegar ég komst
til réttrar meðvitundar, varð mér allt léttara fyrir brjóstinu. Brjóstsviða
hafði ég líka áður um nokkur ár og hvarf hann í þessum svifum.” Sjálf-
sagt hefur Guðmundur mátt þakka fyrir að sleppa lifandi og óskemmdur
frá þessum læknisráðum. Enn segir Guðmundur um veikindi sín:
,,Arið eftir fór ég út í Garð til Sigmundar Vigfússonar ættaðs úr Holt-
um. Gáfur og greind hans með besta móti en sjósókn í lakara meðallagi.
Bæði lagði Sigmundur hönd á læknisdóma og barnakennslu og las mig
frá botni, sagði að ég væri stórveikur maður og væri það ólæknandi
sjúkdómur, sagði að veikin lægi í sinunum, væri mér því best að fá böð,
þegar þeim yrði komið við, og annað það, vera sífellt á faralds fæti. Þetta
stendur í skorðum hjá Sigmundi gamla, aldrei hef ég haft betri heilsu
en þá ég geng mest.“
Ferðalög um landið:
Þetta mun vera upphafið að ferðareisum Guðmundar vítt og breitt um
landið. Hann var sífellt á ferðalögum og eirði sjaldan lengi á sama stað.
Hann ferðaðist mest um Suðurland en einnig um Snæfellsnes og heim-
sótti frændur sína á ísafirði. Hann stundaði íhlaupavinnu hér og hvar um
Norðurland, einkum í Húnavatnssýslum og Skagafirði, líka í Eyjafirði
og var meira að segja í kaupamennsku að sumri og síðan vetrarmaður
í Grímsey hjá prestinum þar, Pétri Guðmundssyni. Það var 1887—89.
Guðmundur lagðist í óreglu um skeið en lagði það af síðar.
Guðmundur skírður til mormóna:
Hinn 20. maí 1883 var hann skírður til mormónatrúar. Því verki
stjórnaði Pétur Valgarðsson, sem var trúboði eins og Eiríkur frá Brún-
um. Hann sagði svo frá sjálfur skv. túlkun sr. Árna og Þórbergs:
,,Áður en þetta byrjaði, var ég klæddur úr hverri spjör og sagt að
skírnin væri ekki gild nema ég sæi heilagan anda. Svo byrjuðu þeir að
dýfa mér ofan í eina mógröfina, alveg á bólakaf upp undir höku. En and-
inn vildi ekki koma, og ég var farinn að skjálfa af kulda og bað þá að
Goðasteinn
55