Goðasteinn - 01.09.1991, Síða 58
draga mig upp úr. Þeir gerðu það og nugguðu mig nokkra stund til að
reyna að láta mér hitna. Svo dýfðu þeir mér aftur ofan í, og þá fór allt
á sömu leið, ég skalf eins og hundur, en andinn vildi ekki koma. Þá var
ég dreginn upp úr og nuggaður. Nú tók þeir mig í þriðja sinn og dýföu
mér ofan í, og nú héldu þeir mér svo djúpt, að kvistirnir í mógröfinni
voru byrjaðir að fljóta upp í mig, og svona héldu þeir mér langa stund,
og ég var að reyna að hrækja út úr mér kvistunum og var alveg að sálast
úr kulda, en þá - þa-á kom andinn. Hja-a-á, þá kom hann.”
Þessi tilvitnun og ýmislegt annað, sem haft er eftir Guðmundi sýnir,
að hann hefur verið gæddur talsverðri kímnigáfu.
Aflúsunin:
Guðmundur var yfirleitt vel liðinn gestur, kurteis og tillitsamur þótt
sumum fyndist hann vera merkilegur með sig, og hefðu hann sjálfan og
list hans að háði og spotti. Þrifinn var hann og laus við lús, sem oft fylgdi
förumönnum, eftir að vinur hans Hjálmar Lárusson tréskurðarmeistari,
sonur Sigríðar dóttur Bólu-Hjálmars, gerði á honum eftirminnilegt
þrifabað við hörð mótmæli Guðmundar í fyrstu. Enn er vitnað í ævisögu
séra Árna:
,,...En þeir höfðu ekki lengi samvistum verið, áður en Hjálmar upp-
götvaði slæman ljóð á ráði vinar síns. Hann var lúsugur..Við þennan
þrifnaðarskort Guðmundar gat Hjálmar ekki unað og setti honum tvo
kosti. Annað hvort yrði hann að skipta um nærföt og hreinsa af sér lúsina
eða kunnningskap þeirra væri slitið... Varð það að lyktum að samkomu-
lagi milli þeirra, að Hjálmar annaðist hreinsunarverkið. Svo var ákveðin
aflúsunarstund og staður. Skyldi athöfnin fara fram á sunnudegi í her-
bergi Hjálmars á Bræðraborgarstíg. Næsta sunnudag á tilsettum tíma
kemur Guðmundur vestur til aflúsunar. Þá hafði Hjámar haft þann við-
búnað í herberginu að afkróa eitt hornið með koffortum. í skotinu fyrir
innan koffortagirðinguna skyldi Guðmundur hafa fataskiptin. En þegar
hann sér hervirki þessi út i horninu, bregst hann reiður við og veður upp
á Hjálmar með rosta og fúkyrðum, því að hann hafði búist við að fá
skipta um fötin niðri í rúmi vinar síns. Guðmundur brýnir grimmilega
sína miklu rödd og segir: ,,Aldrei hefði ég hugsað það um þig, Hjálmar,
að þú værir svo mikill heimsræfdl, að þú óttaðist eina kind. Eða til hvers
heldur þú að guð hafi skapað skepnuna á manninn?” - Heimsræfill var
56
Goðasteinn