Goðasteinn - 01.09.1991, Blaðsíða 59
dálætisorð Guðmundar og heimsræfdlinn öllum ræflum auðvirðilegri.
,,Eg veit nú ekki til, að manneskjan sé fædd lúsug,” svarði Hjálmar. Þá
verður Guðmundi þessi einkennilega setning að svari: ,,Þetta er hverju
orði sannara hjá þeir, Hjálmar, því að manneskjan er fædd ófullkomin.”
Upphaf dúllsins:
Ekki er ljóst hvenær Guðmundur byrjaði að dúlla og um upphaf þess
fer tvennum sögum. I ævisögu Arna Þórarinssonar segir:
,,Þennan söngmáta sagðist Guðmundur hafa fundið upp með því að
líkja eftir vatnsgúlgri undir holbakka, enda var hann keimlíkastur slík-
um hljómi á að hlýða.” Þórarinn frændi hans segir:
,,Guðmundur var líka músíkalskur, það er ég sannfærður um. Hann
var næmur á hljóma og fljótur að læra lög, og stundum „dúllaði” hann
eitthvað, sem hann samdi sjálfur jafnóðum. Þess má líka geta, að í þjóð-
lagasafni séra Bjarna Þorsteinssonar eru skráð lög eftir Guðmundi
Arnasyni úr Arnessýlu og þykir mér líklegt, að þar sé átt við Guðmund
dúllara. Ef til vill hefur Guðmundur verið efni í tónsnilling, ef örlögin
hefðu orðið honum mildari, hann hefði lifað á öðrum tíma og eitthvað
fengið að læra á þessu sviði. Þá hefðu hæfileikar hans kannski virkjast.
En í stað þess braust tónlistarþrá hans út í þessu undarlega ,,dúlli,” sem
frægt varð.”
Helga frá Dagverðará segir eftir föður sínum um upphaf dúllsins:
„Guðmundur fór að dúlla og bað föður minn að herma eftir sér, en
faðir minn sagðist ekki gera það nema hann segði sér hvar hann hefði
lært að dúlla” ...Skólafélagi Þórarins bróður Guðmundar á námsárun-
um í Danmörku var maður fæddur og uppalinn í einu héraði í Alpafjöll-
um. Guðmundur sagði svo frá: „Þessi maður söng vel og kunni tónlist,
sem vakti svo mikla kátínu, að allir, sem hana heyrðu, veltust um að
hlátri. Ekki var þessi tónlist túlkuð með orðum, en aðeins með tónum...
Eg bað bróður minn að raula tónlist Alpafjallamannsins og gjörði hann
það sem hann gat, að kenna mér aðferðina, en enginn hló að honum.
Þá fór ég að hugsa mitt ráð og þegar enginn heyrði til mín fór ég að æfa
þessa tónlist... þegar ég var ánægður, lét ég heimafólkið heyra, og mikil
var gleði mín, þegar allt fólkið fór að skellihlæja. - Ég hafði náð tökum
á listinni. Ég kallaði þessa tónlist dúll, og þess vegna kallar fólk mig
Guðmund dúllara eða Gvend dúllara. Þegar fólk spurði mig, hvar ég
Goðasteinn
57