Goðasteinn - 01.09.1991, Side 60
hefði lært þessa list, sagði ég, að ég hefði hlustað á vatnsgjálfur undir
holum bökkum og breytt því í tóna. Það hefði orðið mér til ævilangrar
skammar, ef ég hefði sagt frá því, að ég væri að herma eftir bróður mín-
um.”
Trúlega er dúllið til komið fyrir áhrif frá „jóðli” ásamt náttúruhljóð-
um þeim, sem Guðmundur lýsti, enda er jóðl talsvert frábrugðið dúlli.
Lýsing á dúllinu:
Eins og áður segir hafði Guömundur mikla og fagra rödd og höfðu
margir gaman af dúlli hans. Þórarinn Guðmundsson fiðluleikari segir:
, ,Það var einkennilegt að hluta á Guðmund dúlla, og raunar gat enginn
leikið eftir honum þetta sérkennilega hljóð. Þetta dúll hans voru eins
konar raddsveiflur, eða ,,viberation,” sem kallað er á músíkmáli. Hann
stakk fmgri upp í annað eyrað og lagði olbogann á borð. Helst vildi hann
hafa púða eða einhverja pjötlu milli borðsins og olbogans, sem hann
studdi niður. Og svo upphófst dúllið eða þessi sérkennilegi sönglandi.”
Árni Þórarinsson segir:
,,.... dúllið, vareinskonar söngur, er Guðmundur söng með sérstök-
um serimoníum, oftast á þá leið, að hann sat og studdi öðrum olbogan-
um, venjulega vinstra arms, fram á eitthvað, sem hann sat við, svo sem
borð, kommóðu, tunnu, fjalabunka eða eitthvað þess háttar, er fyrir
hendi var. Undir olnboganum varð hann að hafa einhvern lepp.... Þess
varð og að gæta, ef dúllið átti að ná sínum fegurstu hljóm, að það sem
Guðmundur studdi olnboganum á, væri í hæfdegri hæð, hvorki of hátt
néof lágt....Eitthvað var í rödd hans, sem seiddi fram hrifningu...í stað
þess að fara með ákveðinn texta velti hann tungubroddinum upp og nið-
ur við efra góminn, svo að fram kom dillandi hljóð í margs konar til-
brigðum og ýmist ofur lágt eða feiknlega mikið og í öllum tónhæðum
þar á milli., eftir því hvernig lagið hneig eða reis. En til þess að gera
sönginn fegurri og áhrifameiri fyrir sjálfum sér og til að skaka upp í til-
finningum sínum og auka á kraft raddbandanna við tlutninginn, dillaði
hann enda litla fingurs vinstri handar í vinstri hlustinni, á meðan hann
dúllaði lagið.”
Móðir mín Kristín Skúladóttir frá Keldum á Rangárvöllum kannast
við þessar lýsingar á dúlli Guðmundar. Hún man vel eftir því að hafa
séð og heyrt hann dúlla, er hann kom þar, líklega árið 1912. Þá hún 7
58
Goðasteinn