Goðasteinn - 01.09.1991, Síða 61
ára gömul. Hann settist á rúm í baðstofunni og fékk kistil, sem hann setti
við hliðina á sér. Svo fékk hann háleist og lagði hann samanbrotinn und-
ir vinstri olnbogann, sem hann studdi á kistilinn, stakk vísifingri í
vinstra eyra, hreyfði til hendina með fingurinn í eyranu og þá gat dúllið
hafist. Heimilisfólkið allt hlýddi á. Dúllið kostaði 25 aura. Guðmundur
þótti góður gestur og það sem hann flutti hin besta skemmtun.
Guðmundur kennir listina:
Ekki ber heimildum saman um það, hvort Guðmundur vildi að menn
hermdu eftir sér eða ekki, lærðu að dúlla. Hann sagði eitthvert sinn.
,,Enginn nær rnínu guðdómlega dúlli nema grammófónninn.” Senni-
lega hefur hann fundið til þess að list hans var stundum lítils metin. Fátt
særði hann meira en það, að hún væri höfð í flimtingum. Þórarinn fiðlu-
leikari frændi hans sagði eitthvert sinn við hann í gáska, ,,nú get ég dúll-
að eins og þú.” ,,En það þoldi hann ekki. Það mátti enginn dúlla nema
hann. Þetta var hans lífsíþrótt, sem tilheyrði honum einum og var honum
heilög köllun."
Helga á Dagverðarár segir aftur á móti í minningum sínum:
..ÞegarGuðmundurvaráferðáSnæfellsnesi (líkl. 1893), fréttihann,
að faðir minn, sem var að mig minnir tuttugu og eins árs, væri góður
kvæðamaður. Hann var þá í föðurhúsum á Elliða í Staðarsveit, en
Guðmundur var þá 60 ára og var að reyna að ftnna mann, sem lærði að
dúlla, svo listin gleymdist ekki... Mikla stund lagði Guðmundur á það
að kenna föður mínum dúllið og taldi hann fullnuma eftir tvo daga og
vildi láta hann lofa því að fara um landið og dúlla fyrir fólk. En ekki
vildi faðir minn lofa því, en Guðmundur bað hann, ef hann færi einhvern
tíma að dúlla fyrir fólk að gera það ekki, fyrr en hann frétti andlát sitt,
og því lofaði faðir minn. Og sagðist hann, að hann skyldi reyna að kenna
einhverjum þesa list, og þá sagðist Guðmundur deyja glaður." Hann dó
tæplega áttræður hinn 20. apríl 1913 á Barkarstöðum í Fljótshlíð og er
jarðaður á Hlíðarenda. Þar má sjá bautastein, sem hann hafði sjálfur lát-
ið gera og flytja austur fyrir andlát sitt.
Hljóðritanir af dúlli:
Því miður er ekki til hljóðritun af dúlli Guðmundar sjálfs, en ýmsir
urðu til að læra listina með því að herma eftir honum, en fæstir gerðu
Goðasteinn
59