Goðasteinn - 01.09.1991, Page 63
Óskar Þorsteinsson:
Fjallferð
,,Eins mig fýsir alltaf þó
aftur að fara í göngur”
Fjallferð sú er hér segir frá, var farin fyrir rúmum 60 árum. Höfundur
hennar, Óskar Þorsteinsson, var bóndi á Berustöðum í Asahreppi 1931
til 1946, erhann flutti til Reykjavíkur nteð fjölskyldu sína. Óskarandað-
ist 8. nóvember 1971.
Heima í sveitinni minni var átjándi sunnudagur í sumri ávallt kallaður
fjallskilasunnudagur, ekki af því, að þá væri lagt af stað í göngurnar,
heldur fékk hann nafngift sína vegna þess, að þá settist hin háttvirta
sveitarstjórn hreppsins á rökstólana til að semja ferðaáætlun og jafna
fjallskilunum niður á búendur hreppsins.
Auk hreppsnefndarinnar mætti fjallkóngurinn venjulega á þessum
fundum, þótti nauðsynlegt að hafa hann með til skrafs og ráðagerða.
Staða fjallkóngsins var töluvert ábyrgðarmikil, á honum hvíldi stjórn og
umsjón gangnanna að miklu leyti, enda allir undirmenn hans skyldir að
hlýða þeim fyrirskipunum sem hann gaf. Vald hafði hann og til að reka
þann heim aftur, sem ekki gat talist fullgildur fjallmaður einhverra hluta
vegna - hafðir ekki tilskilinn aldur, ekki fullt verksvit eða var svo illa
útbúinn, að ekki taldist forsvaranlegt, og dæmdist þá rétt vera, að sá
bóndi, sem þann mann sendi hefði ekki nein fjallskil gert. Einnig mun
fjallkóngur hafa leyfi til að víkja þeim manni, sem óhlýðnast hafði fyrir-
skipunum hans. Oft var santi maðurinn fjallkóngur svo árum og jafnvel
áratugum skipti.
Goðasteinn
61