Goðasteinn - 01.09.1991, Qupperneq 64
Á þessum fundum samdi hreppsnefndin áætlun um fjallferðina. I
þeirri greinargerð var skýrt fram tekið hvað hverjum bónda bæri að
leggja til ferðarinnar. Var það mismunandi mikið eftir því, hvað hver átti
margt framtalið fé og bjd á stórri jörð að fasteignamati. Full fjallskil
taldist sá gera, sem sendi einn mann með tvo hesta, nesti og annan út-
búnað, sem þurfti til ferðarinnar. Meðan afréttin var notuð til fulls, var
ákveðinn fjöldi manna, er senda skyldi í göngurnar ár hvert. Skylda var
að gera út tvær leitir - fyrstuleit og eftirleit - á hverju hausti, auk þess
var stundum farið í þriðju leit, en venjulega var það ekki gert, nema lík-
ur bentu til, að fé hefði orðið eftir í hinum leitunum tveim.
Hver fjallskil voru virt á ákveðinn krónufjölda - maturinn þetta marg-
ar krónur, hesturinn þetta og nestið þetta margar. Síðan var verði allra
fjallskilanna deilt niður á allar framtaldar kindur og jarðarhundruð í
sveitinni. Eftir þessu var svo hægt að reikna hvað hverjum bónda bar að
inna afhendi. Stærri bændurnir urðu oft að gera full fjallskil og stundum
meira. Aðrir áttu t.d. að leggja til einn eða tvo hesta, hest og nesti eða
bara nesti, o.s.frv., var alltaf ákveðið hvaða gangnamaður skyldi fá hest-
inn eða nestið frá þessum eða hinum. Ef ekki var hægt að jafna þessu
niður til hlýtar á þennan hátt, voru metin að síðustu jöfnuð með því, að
menn greiddu eitthvað í peningum, eða fengu peninga úr hreppsjóði
(fjallskilasjóði) eftir því sem á stóð. Og loks voru sumir, sem inntu fjall-
skil sín af hendi eingöngu með peningagreiðslu. Þegar hreppsnefndin
hafði svo lokið við að semja þetta merkilega skjal, sem nefndist „Fjall-
seðill,” var það sent réttaboðleið að viðlögðum sektum á hvern bæ í við-
komandi hreppi. Gat þá hver ogeinnséð, svartáhvítu, hvað honumbæri
að leggja til ferðarinnar. Eitt var það og, sem jafnað var niður með fjall-
skilunum, en það voru ferðir í svokallaðar skilaréttir eða byggðasafns-
réttir í nálægum sveitum.
Þó að þessar fjallferðir væru oft erfiðar og slarksamar þegar komið
var haust og veður oft válynd á heiðum uppi, þá sóttust margir eftir að
taka þátt í þeim. Það var í augum sumra dálítill æfintýrablær yfir þeim
og fjöllin seiða, - eins og þar stendur. Meira að segja heyrði ég gamla
menn tala um, að í þeirra ungdæmi hefðu ungir strákar glímt um að fá
að fara í göngurnar, og skyldi sá hljóta hnossið, sem ofan á yrði í þeirri
viðureign. En aldrei man ég eftir að slíkt gerðist í minni tíð.
Er leið að þeim tíma, að göngur skyldu hefjast, var farið að undirbúa
62
Goðasteinn