Goðasteinn - 01.09.1991, Síða 67
spurði hvaðan hún heföi nýtt kjöt á þessum tíma árs. Þá svaraði
Ingibjörg: ,.Það skal ég segja yður, ef þér getið sagt mér af hvoru kyninu
kjötið er, sem er í pottinum.” Tók þá sýslumaður af hlemminn, leit í
pottinn og sá að það var fuglakjöt. Ekki er þess getið, að þau ræddust
meira við og mun þjófaleitin hafa fallið niður.
Þetta var nú dálítill útúrdúr frá efninu. Þegar komið er í næturstað,
eru klyfjar otán teknar, sprett af, breitt yfir hestana og þeir heftir í haga.
Síðan eru tjöld reist, skrínurnar opnaðar og tekið ósleitilega til matar
síns. Prímusinn suðar undir kaffivatninu og fyrr en varir leggur ilminn
af rjúkandi ketilkaffi, sem kokkurinn hefur búið til. Kertaljós logar í
tjaldinu, því farið er að húma, en ekki er kertið í neinum forláta stjaka,
hann er bara búinn til úr gjarðajárni. Þannig, að annar endinn er beygður
utan um kertið, en í hinum endanum er oddur, sem stungið er í tjaldsúl-
una. Þegar máltíð er lokið, förum við út og lítum eftir hestunum, síðan
er gengið til náða. Ekki verður öllum svefnsamt til að byrja með, því
sumir hafa fengið það stóran skammt af fjallpelanum, að þeir eru ekki
í skapi til að gefa sig strax svefninum á vald. Við félagarnir fjórir lokum
tjaldi og búum okkur næturból eftir því sem efni standa til. Seppi greyið
hringar sig niður fyrir utan tjaldskörina, veðrið er svo gott að hann kærir
sig ekki um húsaskjól, annars stendur honum til boða að sofa til fóta.
Aður en lýsir af nýjum degi er risið úr rekkju, kaffi hitað, snæddur árbít-
ur, tjöldin felld og gengið frá öllum farangri fyrir næsta áfanga. Tafsamt
reyndist stundum að ftnna hestana, því leitótt var í skóginum, allt gekk
það vandræðalaust í þetta sinn; og fyrr en fulllýst er þokast hópurinn
af stað.
Svöl og hressandi fjallagolan leikur um vanga okkar, hér ríkir kyrrð
og friður öræfanna. Fram undan liggur leiðin til fjalla, á hægri hönd rís
Hekla, á vinstri Búrfjall, en þungur niður Þjórsár berst að eyrum okkar.
Þú öræfanna andi, sem átt hér ríki og völd.
Ei þekkist þræll af bandi í þínu frjálsa landi,
né greifi af gylltum skjöld.
Göngur
Þegar komið er að Tungnaá móts við Búðarháls, sem er syðsti hluti
Holtamannaafréttar, skiftast leiðir. Þeir, sem smala Holtamannaafrétt
fara þar yftr ána, en við Þóristungnamenn höldum austur með ánni um
Goðasteinn 65
5