Goðasteinn - 01.09.1991, Page 69
Morguninn eftir skiftum við með okkur verkum. Tveir Ieggja af stað
með kindurnar og hestana, en við Guðmundur bróðir minn ætlum að
ganga suður með vatninu og leita þar kinda. Þarna suður með Þórisvatni
eru snarbrattar sandöldur og ekki mögulegt að koma við hestum. Eins
og gefur að skilja eru kindur á heiðum uppi oft styggar og erfiðar viður-
eignar, einkanlega á þeim slóðum þar sem fáar eru saman, enda fengum
við að kenna á því þennan dag í eltingaleik við eina skjátuna upp og
niöur hverja ölduna af annari klukkutímum saman. Loksins, eftir langa
mæðu, komum við henni í sjálfheldu með klettasnös, sem skagaði þver-
hnípt út í vatnið. En gibba hefur víst hugsað sér, að gefast ekki upp fyrr
en í fulla hnefana, því þegar hún sér ekki undankomu auðið landleiðina,
þá skellir hún sér beint út í vatnið. En við vorum alveg á hælunum á
henni og gátum því gripið hana, um leið og hún dembdi sér út í, og þar
með var björninn unninn, enda mál til komið, því við vorum að þrotum
komnir af þreytu og mæði, eftir þennan tvísýna eltingaleik.
Við hvílum okkur nú góða stund og köstum mæðinni, en förum svo
að huga að samferðamönnunum og hittum þá bráðlega. Nú er haldið út
með Þórisós, það er lækur, sem fellur úr Þórisvatni vestur í Köldukvísl.
Næstu nótt er gist fyrir innan Os, sem kallað er, það er við þennan
áðurnefnda Ós út undir Köldukvísl. Þangað koma til móts við okkur 3
menn til viðbótar, sem farið hafa af stað degi seinna en við. Við Ósinn
eru engir hagar fyrir hestana og kemur þá heyið í góðar þarfir. Þarna
er dálítil rétt fyrir hestana; poki með heyi er hengdur á höfuðið á hverj-
um þeirra. Við það verða þeir að una yfir nóttina. Þetta er allt í lagi ef
veður er þurrt og gott, löng er nóttin hjá þeim að standa í sömu sporum
í roki og rigningu, eins og oft vill vera.
Næsti dagur er sunnudagur. Það er aðalsmaiadagurinn í ferðinni og
er því áríðandi, að þá fáist bjart og gott veður. Við vorum sæmilega
heppnir með daginn í þetta sinn, þó rigndi töluvert um morguninn, en
birti upp og batnaði, þegar fram á daginn kom. Liði er skipt þannig að
þrír fara austur á Kvíslar og eru þar næstu nótt, en fjórir smala fram með
Köldukvísl og fram á Miðtungu.
Aður en lagt er af stað suður á bóginn, eru tveir sendir inn í Hvanna-
gil, það eru innstu leitir Köldukvíslar megin í Tungunum. Þegar þeir eru
komnir aftur, sem ekki dregst lengi, ef þeir lenda ekki í eltingaleik við
óþægar kindur, er lagt af stað suður með Kvíslinni. Meðfram Köldu-
Goðasteinn
67