Goðasteinn - 01.09.1991, Side 70
kvísl er töluvert undirlendi, fremur gróðurlítið að innanverðu. Þegar
fjær dregur kvíslinni taka við háar öldur. við skiptum þannig með okkur
verkum, að tveir taka að sér kindurnar og áburðarhestana, einn leitar
með Kvíslinni og annar upp í öldunum. Svo eru kindumar reknar í veg-
inn fyrir hestamennina jafnóðum og þær finnast. Það kemur sér oft vel
að vera á frískum hesti, því rollurnar eiga það til að vera nokkuð sprett-
harðar, þegar þær taka á rás í öfuga átt við það, sem þær eiga að fara.
Þennan dag eru safnað fram að svonefndri Tjaldkvísl á Miðtungu. Um
nóttina er féð geymt í stórri rétt sem hlaðin er úr grjóti á eyrinni út við
Köldukvísl. Nú emm við komnir í sama tjaldstaðinn aftur, sem við gist-
um í fyrstu nóttina eftir að við komum inn yfir Tungnaá. Næsta dag er
aðalsmöluninni lokið og allir gangnamenn komnir í sama tjaldstað.
Daginn eftir er verkum skipt þannig, að þrír sitja yfir fénu, en fjórir fara
í áreið, tveir og tveir saman. Áreið er það kallað þegar leitað er aftur
á þeim slóðum, sem búið er að smala.
í bítið á miðvikudagsmorgun er risið úr rekkju og búist til ferðar heim
á leið. Veðrið er eins og það getur best verið á þessum tíma árs. Töluvert
frost hafði verið undanfarnar nætur; mikið hefur fjarað úr Tungnaá, svo
að nú er hún kornlítil. Það gengur líka eins og í sögu að koma fénu yfir.
Við förum fyrst með fáeinar kindur á bátnum yfir ána, svo syndir allt
safnið (ca. 12—1400 fjár) í nokkrum hópum viðstöðulítið fram yfir.
Undir kvöld komum við vestur að Holtaflutningi. Þangað eru þá komnir
þeir, sem smöluðu Holtamannaafrétt. Þar hleypum við fjárhópunum
saman, og verðum svo samferða það sem eftir er leiðarinnar fram í
Landréttir. Lengi vel var það siður að gista þarna við Holtaflutninginn
eitthvað fram eftir nóttinni, en síðar var sá háttur upptekinn ef veður var
sæmilegt, að leggja af stað strax um kvöldið, og vera á ferð alla nóttina.
Það þykir nú sumum ef til vill ósennilegt, að nokkrum skyldi detta í hug
að ferðast með fjárhóp - jafnvel svo þúsundum skiftir - yfir svarta sanda
í náttmyrkri, en þetta virtist heppnast ótrúlega vel, en auðvitað urðu allir
að vera samtaka um það að raða sér skipulega meðfram hópnum. Eg
heyrði talað um það, að einu sinni hefðu gangnamenn lent með fjallsafn-
ið í kolamyrkri og óveðri á þessari leið. Vildu þá sumir halda kyrru fyrir
þar, sem voru komnir, þar til eitthvað birti. En þá sagði fjallkóngurinn:
,,Við höldum áfram á mína ábyrgð,” og það var gert. En hvernig hann
fór að því að rata, var víst sumum torráðin gáta.
68
Goðasteinn