Goðasteinn - 01.09.1991, Page 71
Um fótaferðartíma komum við að Galtalæk. Þar er áð góða stund.
Margir fara þangað heim að fá sér hressingu, enda stendur ekki á vin-
samlegum viðtökum og rausnarlegum veitingum. A Galtalæk hefur
margur lúinn og hrakinn fjallleitarmaður hlotið góða aðhlynningu og
ríkulegan beina, enda er það fyrsta byggða bólið, sem komið er að á
þessari leið.
Ymsa hef ég heyrt tala um það, að í Landréttum væri eitthvert
skemmtilegasta réttastæði á íslandi, enda þykir mér það ekki fjarri
sanni. Þar er landslagi þann veg háttað, að á norðvestur kantinn er allhátt
hraunbelti, upp við þessa klettabrún standa réttirnar hlaðnar úr hraun-
grýti. Fram undan réttunum eru svo sléttar valllendisflatir, sem hallar
niður að Ytri-Rangá, en hún rennur í boga kringum nes þetta, er kallast
Réttanes. í Réttanesi er oft heyjað frá Svínhaga á Rangárvöllum, en sá
bær stendur á bakkanum austan við ána.
Eg man oft eftir því, þegar ég var að fara í Landréttir, og reið upp með
Rangá að austanverðu, hvað mér fannst rómantískt að horfa upp í Rétta-
nes á fögru haustkvöldi þegar farið var að húma. Fjallsafnið lá eins og
stór ullarbreiða upp undir hraunbeltinu öðrum megin við réttirnar, snjó-
hvít fjallmannatjöldin í röðum til hinnar handar, stórt upplýst veitinga-
tjald fyrir framan réttirnar og uppi á hraunbrúninni glampaði á bifreiða-
ljósin í löngum röðum, því margir kaupstaðabúar og jafnvel sveitafólk
líka lagði leið sína í bifreiðum á þennan eftirsótta og fjölsótta skemmti-
stað á seinni árum.
En nú er þetta allt búið að vera. Engin kind rekin þarna til afrétta leng-
ur og þar með eru Landréttir úr sögunni. Þetta var nokkurs konar
héraðshátíð fyrir vestursveitir Rangárvallasýslu. Það var oft glatt á
Hjalla og gaman að vera í Landréttum í góðu veðri. Þegar leið að kvöldi,
fór fólkið að drífa að úr öllum áttum, akandi og ríðandi. Þangað komu
rosknir og ráðsettir bændur, að heimta fé sitt af fjalli og ungir menn og
meyjar í ævintýraleit. Og hvað gat svo fólkið gert þarna alla nóttina,
munið þið ef til vill spyrja. Því er fljótsvarað. Það skemmti sér við sam-
ræður, söng og dans. Sumum finnst það nú kannske dálítið óaðgengilegt
að dansa út á guðsgrænni jörðinni um dimma haustnótt, en þetta gekk
furðanlega. Ekki var þó alltaf gott að ráða í hver hann eða hún var, sem
dansað var við, en það skipti ekki svo miklu máli. Mikið var sungið í
réttunum og með mörgum röddum, stundum jafnvel óþarflega mörgum,
Goðasteinn
69