Goðasteinn - 01.09.1991, Síða 72
enda hefur löngum verið haft að orðtæki, þar sem ekki er sungið sem
best eftir réttum nótum, að þetta sé reglulegur réttasöngur.
Rétt er að geta þess, að dálítið var Bakkusi þjónað á þessum samkom-
um, en það þótti ekki tiltökumál meðan allt var í hófi. Heldur var ónæði-
samt í tjöldum fjallmanna réttanóttina, þó þeir hefðu fulla þörf fyrir
svefn og hvíld. Margir þurftu að heilsa upp á gangnamennina, bjóða þá
velkomna af fjöllum, leita frétta úr ferðinni, láta þá hita handa sér kaffi,
fá að smakka á því, sem eftir var af fjallnestinu og svo frv. En þeir, sem
að heiman komu, færðu fjallmönnum oft pönnukökur, kleinur og eitt-
hvað þess háttar, sem þeir höfðu með sér í réttanesti að heiman. Það var
alltaf sjálfsagður siður að baka réttalummur.
Undir morgun kemur fleira af fólki. Er það aðallega bændur og hús-
freyjur úr næsta nágrenni, sem ekki hafa kært sig um að vaka þar um
nóttina. Strax og birtir af degi er farið að rétta sem kallað er, það er að
segja að draga féð í sundur. Til skýringar fyrir þá, sem ekki hafa komið
í réttir, ef einhverjar eru, þá vil ég geta þess að réttirnar eru þannig
byggðar að í miðjunni eru stór hringur, kallaður almenningur, en út frá
honum eru minni réttir sem nefnast dilkar. Inn í almenninginn er féð svo
rekið og síðan dregið í dilkana. Nokkrir nágrannabæir eru saman um
hvern dilk. Þegar líður að hádegi er réttunum lokið. Bílarnir tínast í
burtu einn og einn. Hestar eru sóttir og tygjaðir til heimferðar. Fjárhóp-
arnir eru reknir af stað hver af öðrum. Þeir, sem ekki þurfa að sinna fénu
ríða lausamannareið heim til bæjar og láta gamminn geysa. En dálítill
hópur manna hefur lagt af stað úr Landréttum snemma um morguninn
og stefnt til fjalla, það eru eftirleitarmenn, sem eru að fara á Holta-
mannaafrétt og Þóristungur. Nú eiga þeir að leita að því fé, sem kann
að hafa orðið eftir í fyrstu leit. Við, sem komum af fjalli þurfum ekki
að skipta okkur af fénu fram úr réttunum, en þeysum áhyggjulausir heim
til bæja. Þó að lundin væri létt þegar við lögðum af stað í göngurnar og
við hyggðum gott til ferðarinnar til frjálsra fjallasala, þá er ekki síður
ánægjulegt að koma heim aftur, því gott er, heilum vagni heim að aka!
70
Goðasteinn