Goðasteinn - 01.09.1991, Síða 73
Pálmi Eyjólfsson:
Stórólfshvolskirkj a
sextíu ára
Við skulum láta hugann reika til alþingishátíðarársins 1930, en það
söguríka sumar var byggð ný kirkja á Stórólfshvoli. Hún er byggð úr
timbri með turni á mæni, járnvarin. - Yfirsmiður var Guðmundur Þórð-
arson frá Lambalæk í Fljótshlíð, og með honum munu hafa unnið Sigur-
jón, bróðir hans, bóndi að Lambalæk, og Bárður Sigurðsson á
Kirkjulæk, sem víða var á þeim árum fenginn til að leggja bárujárn.
- Predikunarstólinn smíðaði Guðni Markússon í Kirkjulækjarkoti og
hafði að fyrirmynd predikunarstólinn á Breiðabólstað í Fljótshlíð.
Mér hefur verið sagt, að þegar gamla kirkjan á Stórólfshvoli hafi verið
orðin lítt messufær, hafi komið til orða að leggja Stórólfshvolssöfnuð.
sem þá var mjög fámennur, undir Breiðabólsstaðarsókn en sóknar-
nefndin hélt sínu striki undir stjórn Einars Einarssonar hreppsstjóra í
Vestri-Garðsauka, en hann bar hita og þunga af byggingarframkvæmd-
inni. Með honum í sóknarnefndinni voru þeir Jóhann Þorkelsson í Mið-
krika og Sigurður Sveinsson á Þinghóli, báðir virtir bændur á sinni tíð.
Svo var það á þriðja sunnudegi í aðventu, sem bar þá upp á 14. dag
desembermánaðar 1930, að austur er kominn dr. Jón Helgason biskup
Islands, og hafði með sér sem fylgdarsvein, son sinn, Hálfdán Helga-
son, sem síðar var prestur og prófastur að Mosfelli í Mosfellssveit. Pró-
fastur var þá í Rangárþingi séra Ófeigur Vigfússon í Fellsmúla og náði
ríki hans á þeim árum einnig yfir Vestmannaeyjar. Hann átti og prest-
lærðan son, sem þá var orðinn aðstoðarprestur hans, séra Ragnar, sem
lengi var dáður kennimaður í Uppholtum og í Landsveit. I Eyjafjalla-
Goðasteinn
71