Goðasteinn - 01.09.1991, Blaðsíða 74
sveitum var þá prestur séra Páll Stephensen, sem lengi var prestur að
Holti í Öndunarfirði. í Landeyjaþingum séra Jón Skagan. í Fljótshlíðar-
sveit séra Sveinbjörn Högnason, síðar prófastur, og prestur Stórólfs-
hvolssóknar, séra Erlendur Þórðarson í Odda og þá er ótalinn presturinn
í Kálfholtsprestakalli. séra Sveinn Ögmundsson, en það prestakall tlutt-
ist síðar niður í Þykkvabæ og heitir nú Kirkjuhvolsprestakall. - Eigi
verður séð í bókum kirkjunnar, hvernig sjálf kirkjuvígslan fór fram, en
víst er, að þegar þessi myndarlegi klerkahópur gekk inn í nýja helgidóm-
inn, ilmandi af nýjum viði, voru engin hús risin niður í Vellinum, þar
sem nú er blómleg byggð, utan að gamla kaupfélagsbúðin var byggð
þetta sama ár af sömu smiðum og ég hefi áður nefnt sem kirkjusmiði.
- Þar sem sýslumannshúsið stendur, var fjárhús frá héraðslækninum á
Stórólfshvoli. Hafi klerkarnir í prósessíunni litið niður á völlinn, var
fjárhjörð læknisins á Hvoli á beit, þar sem nú eru mislit hús nýrra
landnema.
A sextíu ára tímabili hafá sóknarprestar Stórólfshvolskirkju verið
þrír, þeir séra Erlendur Þórðarson, sem þjónaði frá 1918 til 1946, sr.
Arngrímur Jónsson, sem þjónaði frá 1946 til 1964 og síðan sr. Stefán
Lárusson sem þjónað hefur frá árinu 1964.
Eg minnist meðhjálparanna, Einars JónssonaráSunnuhvoli, Halldórs
P. Jónssonar í Króktúni og Páls Björgvinssonar á Efra-Hvoli. Fljótlega
eftir að kirkjan var byggð, gaf Guðjón Ó. Guðjónsson, bókaútgefandi frá
Moshvoli, gott hljóðfæri í kirkjuna. Á það léku Jóhannes Erlendsson.
sýsluskrifari á EfraHvoli, Steinunn Sveinsdóttir frá Moshvoli, síðar
organisti á Eyrarbakka, og lengst allra drengskaparmaðurinn Jón Gunn-
arsson, bóndi að Velli. Um nokkurra ára skeið spilaði Haraldur Júlíus-
son í Akurey, en nú hefur heimamaður, Gunnar Marmundsson, sest við
hljóðfærið og tekið við söngstjórn.
En víkjum nú til ársins 1955, en þá var kirkjan endurbætt allmikið.
Smiður við endurbygginguna þá var áðurnefndur Guðmundur Þórðar-
son á Lambalæk og Elías Tómasson á Uppsölum í Hvolhreppi. Kirkjan
var þá einangruð, byggt við hana skrúðhús og smíðað var söngloft. Hef-
ur hún síðan verið hituð upp með rafmagni. - Áður var stór, veglegur
og svartur kolaofn, þar sm nú ergengið inn í skrúðhúsið. Þótti söngfólk-
inu oft ónotalega heitt við ofninn, þegar hann var kappkyntur. - Bríkurn-
ar fyrir kirkjuloftinu, sem eru listasmíði, eru verk Elíasar Tómassonar
72
Goðasteinn