Goðasteinn - 01.09.1991, Page 75
Stórólfshvolskirkja.
á Uppsölum, en cru teiknaðar af Bjarna Pálssyni. byggingarfulltrúa á
Selfossi. Þegar búið var að lagfæra kirkjuna, komu listahjónin Gréta og
Jón Björnsson, og máluðu kirkjuna og skreyttu, og að þeirra verkum
hefur hún búið og þykir mörgum hún í senn hlýleg og virðuleg. Var svo
kirkjan endurvígð af Asmundi Guðmundssyni, biskupi, við mikla við-
höfn og hátíðleik.
Stórólfshvolsprestakall var lagt niður árið 1859 og lagt undir Keldna-
þing. - Síðan voru Keldna og Stórólfshvolssóknir lagðar undir Oddastað
árið 1880.1 gömlu kirkjunni á Stórólfshvoli messað því sá mikli andans
maður séra Matthías Jochumsson, sem um sex ára skeið var sóknar-
prestur en sat Oddastað og lét byggja þar nýja kirkju. Stórólfshvols-
kirkja er fátæk af gömlum kirkjumunum. Flesta þá kirkjumuni, sem þar
eru nú, hatá konur í sveitinni gefið, þar á meðal skírnarfont og presta-
skrúða. Altarisklæði voru og gefin af kvenfélagskonum, en nú hafa
hjónin á Stórólfshvoli, Kristín og Olafur Sigurjónsson, gefið nýtt altar-
isklæði. Nýjan altarisdúk hafa gefið þau Ragnheiður og Magnús Einars-
son frá Kotmúla. Ljósahjálmurmn er gefinn til minningar um Margréti
Þorsteinsdóttur, sýslumannsfrú, sem andaðist árið 1961. Komu þar og
kvenfélagskonur við sögu, en veggljós gaf Kaupfélag Rangæinga um
sama leyti. Ljósakrossinn á turninum gaf Björn Fr. Björnsson, sýslu-
maður, til ntinningar um látna ástvini. Altaristaflan er frá árinu 1914 og
Goðasteinn
73