Goðasteinn - 01.09.1991, Blaðsíða 76
er eftir Þórarinn B. Þorláksson. Myndin lýsir frásögn úr NýjaTesta-
mentinu. Leyfið börnunum að koma til mín, - en eldri altaristaflan, for-
kunnarvönduð, er í vörslu Þjóðminjasafnsins.
Árið 1684 varð bæjarbruni á hinu fbrna höfuðbóli, Stórólfshvoli. Þar
bjó þá ekkja Vigfúsar sýslumanns Gíslasonar, Katrín, sem nefnd var þá
hin ríka, Erlendsdóttir. Annálar segja, að meiri gersemar og verðmæti
munu vart hafa eyðilagst í eldi á íslandi en í þessum mikla bruna. Nefnd
eru merk handrit, dýrmætir skartgripir og bókakostur. Sonarsonur
Katrínar ríku, Þórður Jónsson. biskupá Hólum, gaf þessa veglegu altar-
istöflu til minningar um fóstru sína og ömmu. - Á töfluna er máluð mynd
af Katrínu, þar sem hún krýpur að krossi lausnarans. Ramminn utan um
myndina er fagurlega málaður og skreyttur. Þar er skráð vers, sem svona
byrjar: Mínum sorgargrát hefur þú snúið ídans. Þú hefur minn hryggðar
sekk sundur slitið og umgirt með fögnuði, svo að mín dýrð syngi þér
lof og þagni ekki. Drottinn, Guð minn að eilífu vil ég þér þakkir gjöra.
Neðan við myndina er letrað: Hér hvílir líkami göfugrar og dyggðum
prýddrar höfðingskvinnu, Katrínar Erlendsdóttur, hver eftir 12 ára
kristilegt hjónaband með sínum hjartkæra ektamanni, Vigfúsi Gíslasyni
í Guðsrækilegu ekkjustandi lifði í fimmtíu ár og síðan í drottni sætlega
burt sofnaði á 81. ári síns aldurs, anno Cristi 1693 o.s.frv.
Talið er, að á Stórólfshvoli hafi verið stafkirkja, eins og kirkjan var
í Odda og á Breiðabólsstað.
Kirkjan á Stórólfshvoli var helguð Maríu og Ólafi konungi, en þrjár
kirkjur voru um eitt skeið í Hvolhreppnum. Þá voru kirkjur á EfraHvoli
og Móeiðarhvoli.
Öllum þykir vænt um kirkjustæðið á Stórólfshvoli. Kirkjudyrnar
horfa við vaxandi byggð, og það er eins og litla stílhreina kirkjan vaki
í miðjum grafreitnum yfir byggðinni. Þar áttu góðbændur og heldri
menn eitt sinn sæti í kór, en í framkirkju þeir, sem minna máttu sín.
Seinna urðu það eins og óskráð lög, að hver bær átti sinn vissa kirkju-
bekk. Gömlu konurnar voru hátíðlegar í peysufötunum sínum við
messugjörðir, með silfurhólk við skotthúfurnar. Kynslóðin, sem átti
hógværðina að aðalsmerki, er horfin, en hennar er gott að minnast. Hún
geymdi trúna í brjósti sínu, bað og þakkaði höfundi lífsins fyrir sólina
og regnið, og lagði með elju sinni grunninn að því þjóðlífi sem við búum
við í dag.
74
Goðasteinn