Goðasteinn - 01.09.1991, Síða 82
Jón Kjartansson, Eyvindarholti:
Hvar er Gunnarshólmi?
Vegna greinar ,,Á Njáluslóðum" í Goðasteini, héraðsriti Rangæinga
1. árg. 1988, þar sem segir á bls. 32 að Gunnarshólmi sé um það bil kíló-
metra fyrir vestan Rauðaskriður eða Stóru-Dímon, vil ég gera eftirfar-
andi athugasemd: Sögn er hér, að Gunnarshólmi sé norðan við
Álafarveg norðvestur af Stóru-Dímon. Hólmann um km vestur af
Stóru-Dímon nefnum við, sem búum í nágrenninu, nú Langhólma. Áð-
ur mun hann hafa heitið Dímonarhólmi. Það nafn er horfið úr mæltu
máli en finnst í gömlum skjölum. Elsta heimild um Dímonarhólma, sem
ég veit um, er í skjali frá 1599. í þessu skjali ber Sighvatur Jónsson vitn-
isburð um hvaða land tilheyrði jörðinni Stóra-Dal j Vestur-Eyjafjalla-
hreppi. Þar segir m.a.: ,,Item og alla Dimon sunnan vert, þar með og
eirnen dímonar hólma allan, og liosa dyla og suður i gelldinga tanga,..
I Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1709 er einnig getið
um Dímonarhólma: „Dimonarholme hét býli við Dimon ogso í Stóra-
dalslandi. Þess fyrstu bygð muna menn ei, bygingin hyggja menn annars
haldist hafi ei full 20 ár. Kann ekki aftur byggjast, því graslendið er
mestalt af fyrir sandi og blástri og heyskapur enginn." í Sóknarlýsingum
Stóra-Dalssóknar frá 1840 er Dímonarhólma getið sem eyðijarðar.
Markarfljót rennur nú fram milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla að
Stóru-Dímon en rennur þá um Vestur-Eyjafjallahrepp. Á fyrstu öldum
byggðar mun það hafa runnið, neðan Stóru-Dímonar, í álum milli Eyja-
íjallaog Landeyja, því að þar voru hreppamörk sett eftir að hreppar voru
stofnaðir einhvern tíma fyrir 1097. Þegar Njála var rituð, um 300 árum
80
Goðasteinn