Goðasteinn - 01.09.1991, Page 85
En var nokkur hefð til dæmis í Noregi um það hvar kirkjur skyldu
standa? En þegar í fyrstu kristni á íslandi virðist annað uppi á tengingnum
og skapast ákveðin hefð. Við skulum nú líta yfir kirkjur á Suðurlandi.
Þar kemur í ljós að þær eru næstum hver einasta suðaustur frá bæjarhús-
um, í öðrum landshlutum er ég ekki nógu kunnugur svo að ég geti sagt
um fasta reglu þar hvað þetta varðar, en fróðlegt væri að vita hvort þessu
sé þannig varið þar. En hér er ekki öll sagan sögð. Ef við tökum kort
af Islandi og skoðum kirkjustaði þá kemur eitt athyglisvert í ljós. Það
má heita undantekningarlítið að þrjár kirkjur eru í beinni línu og stund-
um fleiri og skal ég hér taka nokkur dæmi til skýringar hér í Rangár-
þingi. 1. Eyvindarhólar, Ásólfsskáli, Stóri-Dalur. 2. Skógar. Holt,
Kross. 3. Stóri-Dalur, Voðmúlastaðir, Sigluvík. 4. Holt, Voðmúlastaðir,
Hábær. 5. Keldur, Breiðabólstaður, Kross. 6. Eyvindarmúli, Stórólfs-
hvoll, Oddi. 7. Keldur, Stórólfshvoll, Sigluvík. Þetta læt ég nægja til
skýringar þessu máli. En þessi regla á ekki aðeins við um Rangárþing.
Það má segja að þetta gildi um alla landsfjórðunga. Ég tel að hér sé varla
um tilviljun að ræða, en hvort sterk hefð eða trúaratriði koma hér til
sögu væri fróðlegt að kanna.
En með hvaða hætti fornmenn gátu tekið þessar beinu línur er ráð-
gáta. Þó er hugsanlegt að þeir hafi verið fróðari um gang himintungla
en ætlað hefur verið og eftir þeim hafi þeir getað miðað áttir og línur
um langa vegu. Allt þetta er rannsóknarefni, sem fróðlegt væri að kryfja
til mergjar.
Nú mætti spyrja. Er hér ekki kominn sama reglan, sem Einar Pálsson
hefur sett fram í ritverkinu Rætur íslenskrar menningar og vikið er að
í upphafi þessa máls?
Goðasteinn
83