Goðasteinn - 01.09.1991, Page 87
anna rás. Hér hafa löngum verið blómlegar byggðir, en aðrar hafa
lagst í eyði af náttúrunnar og manna völdum. Hér endurspeglast
saga lands og þjóðar.
Oddi á Rangárvöllum er frægur sögustaður sem íslenska þjóðin
ætti að leggja rækt við. Héraðsnefnd Rangárvallasýslu mun með
ákvörðun þessari stuðla að því að Oddastaður verð á ný í þjóðleið
og meiri umsýslustaður en verið hefur. ígrunduð verði þó rétt
stefna, svo að valin verði gagnleg verkefni sem ekki er sinnt sem
skyldi annars staðar á landinu. Þannig yrði Oddi ekki einungis
lyftistöng Rangárvallasýslu og Suðurlandi, heldur landinu öllu.
Óþarft er að láta skort á húsakynnum á Oddastað sjálfum koma
í veg fyrir að hefjast handa næstu ár, því að vel færi á að nota að-
stöðu á Hellu og Hvolsvelli, steinsnar frá Odda. Þannig gæti hinn
landfræðilegi þríhyrningur Hella-Oddi-Hvolsvöllur markað upp-
haf hins endurreista fræðaseturs.”
Að lokum ber þess að geta að endurreisn Oddastaðar yrði farsæl-
ust í kappsfullri samvinnu forráðamanna og áhugamanna innan
sveitar og utan, stjórnvalda, kirkjustjórnar og háskólanna.
Tilgangur félagsins var á undirbúningsfundinum markaður sá ,,að
gera Odda að miðstöð hvers kyns fræðistarfa í náttúruvísindum og sögu,
með víðsýni og menningu að leiðarljósi, einkum starfa sem ekki er sinnt
sem skyldi annars staðar á landinu.”
Þótt ekki þurfi að segja Sunnlendingum að Oddi er fornt fræðasetur,
væri ef til vill ekki úr vegi að minnast á nokkur atriði í því sambandi.
I Odda bjó Sæmundur fróði Sigfússon og í gegnum þoku þjóðsagn-
anna sjáum við hann leika sér að því að láta kölska sjálfan og púkana
með snúast í kringum sig eftir því sem klerki hentaði hverju sinni. Engar
sagnir eru um annað en að maðurinn hafi þá í hvívetna haft í fullu tré
við höfðingjann úr neðra. Hins vegar er svolítið gaman að þeim íslensku
einsdæmum í þjóðtrú kristinna þjóða að myrkrahöfðinginn sjálfur skuli
vera skólastjóri í eins konar prestaskóla! Þessar sögur gagna nútíma-
fólki til gamans. En þeir Oddaverjar voru vígðir mann fram af manni
°g því læsir og skrifandi.
Goðasteinn
85