Goðasteinn - 01.09.1991, Page 88
Sonarsonur Sæmundar var höfðinginn Jón Loftsson, sá íslendingur
sem með áhrifum sínum hefur líklega komst næst því að vera innlendur
konungur á íslandi, ókrýndur að vísu. Hann leit á það sem hlutverk sitt
að stilla til friðar með landsmönnum. í beinum tengslum við það tók
hann barn til fósturs af deilugjörnum höfðingja vestur í Dölum. Þess
vegna ólst Snorri Sturluson upp í Odda og lærði þar. Húsbóndinn í
Odda, fóstri Snorra, var frændi Noregskonunga því að Þóra móðir hans
var dóttir Magnúss konungs berfætts, laungetin að vísu, en eigi að síður
var hann viðurkenndur ættingi konunganna. Jón var fæddur í Noregi og
ólst þar upp um skeið. En hann var ekki kominn af konungi í karllegg
og þess vegna ekki borinn til ríkiserföa.
Allt þetta mótaði þekkingu hans og viðhorf, svo og annarra Oddaverja
síðar. Snorri lærði í Oddaskóla að þeirrar tíðar hætti, og það sést vel
á ritum hans hvað hann var þaulkunnugur Noregi og norskum málefn-
um. Þess vegna gat hann líka skrifað vandaðar sögur Noregs konunga.
Jón Loftsson dó á allraheilagramessu (1. nóvember) 1197 á Keldum
þar sem hann haföi ætlað sér að reisa klaustur eins og meiri háttar höfö-
ingjar tíðkuðu erlendis. Senn rennur upp 800. ártíð hans.
En það var ekki aðeins ræktuð frændsemi við Noregskonunga á æsku-
heimili Snorra í Odda. Húsbændur þar þekktu vel hætti og siði útlendra
höföingja yfirleitt, vissu að í skjóli þeirra voru stunduð fræði, hin bestu
sem menn kunnu í hinum kristna heimi. Vísindi þeirra tíma voru
óaðskiljanlegur hluti kirkjulegra fræða, og öll vísindaiðkun á vegum
kirkjunnar. Það voru kirkjunnar menn sem kenndu forfeðrum okkar að
lesa og skrifa með þeim hætti sem tíðkaðist meðal siðmenntaðra þjóða.
Það ætti og að vera nokkuð ljóst að rit eins og íslendinga sögur heföu
aldrei verið skrifuð ef ekki heföi verið til allmargt fólk sem kunni að lesa
og gerði það. Oðru máli gegndi um máldaga (eignarskrár) kirkna og
aðrar beinar eignaheimildir. Slíkt var ekki skrifað til skemmtunar eins
og sögurnar.
Rúnir voru hins vegar notaðar til annarra og hversdagslegri þarfa en
það letur sem skrifað var á skinn. Þær voru ristar á smáspýtur sem kall-
aðar voru kefli. Sumt af þeim rúnum sem komið hafa upp við forn-
menjagröft í Noregi (Þrándheimi og Björgvin) virðist hafa verið notaðar
til að merkja íslenskan varning og því má ætla að Oddaverjar hafi líka
kunnað að rista rúnir; þeir þurftu þess í viðskiptum sínum við útlönd.
86
Goðasteinn