Goðasteinn - 01.09.1991, Side 89
En hér er að fleiru að hyggja. Frá menningar- og fræðasetrum eins
og Odda breiddist þekking á alþjóðlegum vísindum samtímans út til
annarra landsmanna. Við vitum ekkert um það hversu margir Sunnlend-
ingar hafa lært þá list að lesa og skrifa beinlínis vegna þess að skólar
voru í Odda og Skálholti. Einar Ól. Sveinsson segir ,,að á 13. öld hafi
þorri yfirstéttarinnar verið bæði læs og skrifandi og notað sér ritlistina
óspart í þörf daglegs lífs.” (Skírnir 1944). Einhvers staðar hef ég séð
þess getið að færri voru ólæsir í sveitunum kringum biskupsstólana á
Hólum og í Skálholti en í fjarlægari sveitum þegar farið var að kanna
þau mál síðar, á 18. öld. Ekki þarf að efa að hliðstæð áhrif hafa verið
í Rangárþingi umhverfis menntasetrið í Odda að fornu. En ritaðar heim-
ildir um slíkt og þvílíkt eru ekki margar til frá þessum öldum. Við verð-
um að láta getspeki ráða ferðinni.
Þessi kunnátta í kringum fræðasetrin á þessum tímum var ljósgeisli
frá alþjóðlegri menningu samtímans. Sá geisli fór hægt yfir, tæknin
leyfði ekki hraða útbreiðslu menningarfyrirbæra eins og lestrarkunnáttu
og annars sem breiddist út frá þessum menntasetrum. En tækni nútím-
ans geislar frá sér áhrifum með meiri hraða og meiri krafti. Það er hlut-
verk nútímans að nýta sér hraðann og beisla kraftinn á þann veg að fram-
tíðinni komi að bestum notum.
Sú hugmynd er fráleit að vísindi komi almenningi nú á tímum minna
við en letur og lestur vörðuðu Rangæinga á fyrstu öldum kristninnar
hérlendis. Þau eru þvert á móti í þjónustu almennings dag hvern, létt
heimilistæki, stritandi þungavinnuvélar, handhægar tölvur, fjarskipta-
tæki og fjölmiðlar — sem allt verður að nota af skynsemi og fyrirhyggju.
Þess vegna er þörf á fræðasetrum eins og Oddi á að verða, menntasetr-
um þar sem þarfri fræðslu er beint til venjulegs fólks sem ekki hefur
skólavist að aðalstarfi mikinn hluta ársins.
í bráðabirgðasamþykktum Oddafélagsins segir meðal annars:
,,Fræðistörf á vegum félagsins beinast bæði að alþjóðlegum vísindum
og fræðslu almennings, með ráðstefnum, útgáfustarfsemi eða öðru eftir
því sem henta þykir og stjórn félagsins ákveður.”
Hér er meðal annars talað bæði um alþjóðlegar ráðstefnur og almenn-
ingsfræðslu. Um allan heim vakna sífellt fleiri til vitundar um nauðsyn
þess að vita sem mest um samskipti manns og náttúru, því að tillitslaus
nýting hennar getur ekki haft annað en bölvun í för með sér, rétt eins
Goðasteinn
87