Goðasteinn - 01.09.1991, Page 90
og harðindin og sandveðrin í Rangárþingi fyrir rúmri öld. Þá vissu
menn ekki að nein þörf væri á fræðigrein eins og vistfræði, enda hefði
sandfokið ekki verið stöðvað með aðferðum hennar þegar gróðurþekjan
var horfin. Hins vegar hefði hún kannski skýrt fyrir mönnum á hverju
góð landnýting byggist. En um veður vissu menn sitthvað. „Það kemur
sem er í útsuðrinu,” er haft eftir Ólafi Jónssyni í Selsundi. Veðurfræði
af því tagi dugði oft vel en sjálfsagt hefði mönnum líka þótt gott að geta
séð í skuggsjá til veðurs suður í haf eða vestur undir Labrador því að
oftast koma veðrin úr þeirri átt inn yfir landið — eins og Ólafur vissi.
Hér er rétt að minna á að í gildi eru lög nr. 55 frá 1978 um búnaðar-
skóla þar sem segir að starfrækja skuli að minnsta kosti þrjá búnaðar-
skóla á landinu, ,,að Hólum í Hjaltadal, á Hvanneyri í Borgarfirði og
í Odda á Rangárvöllum.” Nú mun ekki þykja byr til að stofna þriðja
bændaskólann hér á landi enda er það ekki tilgangur Oddafélagsins. En
bráðabirgðastjórn þess hefur sent ríkisstjórninni kynningarbréf og bent
á að í Odda mætti sinna sérstaklega „rannsóknum og fræðslu á sviði
landnýtingar, umhverfis og skipulags. Með því er raunar átt við flest það
sem snertir samskipti manna við náttúruna, enda byggist skynsamleg
nýting hennar á þeim vísindum. Yrði það vissulega samkvæmt anda lag-
anna að etla þannig fræðin um land okkar og lífsskilyrði, og jafnframt
Oddastað.”
„Og hvað um kostnað? Verður nú farið að reisa miklar og rándýrar
byggingar í Odda?” spyr einhver. Þessu má svara: „Því ekki það ef þörf
krefur og tök eru á?” En í bráðabirgðastefnuskrá félagsins segir meðal
annars: „Meðan ekki er aðstaða á staðnum sjálfum, eru ráðstefnur og
önnur starfsemi fyrir atbeina félagsins einkum iðkuð í nágrenninu, á
Hellu og Hvolsvelli. Hún skal þó ætíð tengd nafni Oddastaðar.” Á báð-
um þessum stöðum er góð aðstaða til að halda hæfilega fjölmennar ráð-
stefnur, og sérfræðingar í náttúrufræði og sögu hafa mikið að sækja á
þessar slóðir.
Okkur sem höfum áhuga á umhverfi okkar en erum fáfróð um náttúru-
fræði þykir ekki fráleitt að eftirsóknarvert geti verið fyrir vísindamenn
að rannsaka til dæmis hver eru gagnkvæm áhrif gróðureyðingar, upp-
græðslu og mengunar á andrúmsloftið á stað eins og Odda, fjóra kíló-
metra frá hringveginum. Og þá er ekki nefnt nema eitt atriði. Náttúru-
fræðingum læt ég eftir að nefna fleira af slíku tagi.
88
Goðasteinn