Goðasteinn - 01.09.1991, Side 92
Sváfnir Sveinbjarnarson:
Avarp á stofnfundi
Oddafélagsins
Flutt í Oddakirkju 1. des. 1990
Stígið öll heilum fæti á helgan stað. Ég býð ykkur velkomin til stofn-
fundar Oddafélagsins. Það hæfir vel að hefja hann hér í helgidóminum
á Oddastað og á fullveldisdegi Islendinga. Ég vil fyrst óska söfnuði og
presti Oddakirkju til hamingju með þær breytingar og endurbætur, sem
nú hafa verið gerðar á þessu guðshúsi, og að hér megi áfram veitast sem
hingað til, stundir helgaðar af himinsins náð, - bæði í gleði og þraut.
Kirkjan hefur staðið hér sinn vörð um aldirnar og stendur enn. Hér
hafa starfað margir andans menn, kennimenn, skáld og fræðimenn, sem
sett hafa svip á og mótað kirkjulíf og þjóðlega menningu í landinu. En
þetta hefur alla tíð fléttast saman og borið uppi það sem við viljum mega
kalla íslenskt menningarlíf og íslenskan menningararf, - og erum stolt
af og viljum standa vörð um, - efla og rækta og skila áfram til komandi
kynslóða.
Odda hefur að vísu ekki alltaf borið eins hátt í sögunni og var á dögum
Oddaverja hinna fornu. Sá vegur og sú reisn, sem þá var yfir Oddastað,
kemur glöggt fram í orðum Þorlákssögu helga þar sem segir: ,,....sem
nú móðir hans sá af sinni visku, með Guðs forsjá, hve dýrðlegur kenni-
maður Þorlákur mátti verða af sínum góðum háttum, ef nám hans gengi
fram. þá réðust þau mæðgin í hinn æðsta höfuðstað í Odda, undir hönd
Eyjólfi presti Sæmundarsyni.” Síðan barOdda þó hátt, lengi vel um ald-
irnar, sem höfuðkirkjustað, fræða og menntasetur á næsta leiti við hina
fornu höfuðstaði landsins, biskupsstólana í Skálholti og á Hólum.
90
Goðasteinn