Goðasteinn - 01.09.1991, Blaðsíða 93
Hér var því, a.m.k. frá upphafí kristni í landinu, lagður traustur
grunnur fyrir komandi kynslóðir að byggja á. Og langt og vítt var sótt
héðan til öflunar fanga til þess að leggja þennan grunn og styrkja hann.
Sæmundur fróði sótti til Frakklands, til helstu mennta og vísindastofn-
ana Evrópu á þeim tíma, og nam þar margvíslega fræði og vísindi, m.a.
stjörnufræði, eins og fram kemur í sögu Jóns helga Ogmundssonar, - en
þar er haft eftir lærimeistara Sæmundar um hann: ,,Nógu margt hefi ég
kennt honum, því að hann sigrar mig nú í stjörnuíþrótt og bragðsvísi
sinni.”
Og drjúgur hefur verið sá fræða- og menntaforði í Odda, sem Snorri
Sturluson fræddist af og færði sér í nyt við samningu sinna ódauðlegu
ritverka. Jafnvel um skattamál var ráða leitað að Odda, þegar Gissur
biskup Isleifsson sótti ráð til Sæmdunar fróða um setningu tíundarlaga
árið 1096. Allmargir Oddaklerkar urðu og æðstu menn kirkjunnar á
biskupstólunum bæði syðra og nyrðra.
En eldraunir og áföll, og átök margs konar, dundu yfir Oddastað í rás
sögunnar, eins og raunar önnur byggð ból og stofnanir í þessu landi.
Jafnvel einnig að því leyti mæddi hvað mest á Oddastað. Þannig var í
Staðamálum kært til erkibiskups, aðeins um eingarrétt á Oddastað, ,,en
sú var sök til þess, að hann var frægastur af stöðum, - en mörg mál þóttu
fullkomin hin minni, þau er eina leið vissi við, ef úr væri skorið um hið
meira,” segir í sögu Arna biskups.
Hér í Odda var um aldir sú miðstöð íslenskra mennta og fræða, sem
flóðbylgjur framandi strauma og stefna brotnuðu á, en frjóvguðu um
leið og færðu nýtt líf. Hið nýja tókst á við það gamla, hið framandi við
heimahefðir. Hinn gamli grunnur var fáður og máður með ýmsum
hætti, - og svo hefur verið um það sem á honum er byggt í þjóðmenningu
okkar, og kannski alveg sérstaklega nú um stundir. I deiglu margra
ólíkra efna mótast gullið í djásn íslenskrar menningar. Og gullið prófast
í eldi reynslunnar. Á þaö mun reyna í næstu framtíð. Við skulum biðja
og vona, - og vinna að því, að úr mengaðri deiglu samtímans komi
eríðagullið sem skírast, - og að því tel ég að við séum að stuðla með
stofnun Oddafélagsins. Við viljum heíja merkið á ný, - á hinum gamla
grunni, - og stíga hér nýtt skref í rétta átt á gömlu götunni.
Eg fagna áhuga ykkar og nýjum kröftum, sem vilja eðlileg, frjóvgandi
Goðasteinn
91