Goðasteinn - 01.09.1991, Page 95
Byggðasafnið í Skógum
Ársskýrsla 1990
Byggingu nýs safnhúss í Skógum, sem hófst 1989, var haldið áfram
á vordögum 1990, verktakar Byggingaþjónustan h.f., Hvolsvelli og
Klakkur h.f., Vík, sem tók alfarið að sér þak hússins. Miðað var við
það að húsið yrði fokhelt á árinu sem tókst að mestu. Risgjöld voru hald-
in í Skógum 2. desember og fjölmenni boðið til, þjóðminjaverði Þór
Magnússyni, héraðsnefndum Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafells-
sýslu, byggingarnefnd, byggðasafnsnefnd, starfsmönnum við byggingu,
arkitektum hússins, verkfræðingi og mörgum öðrum. Formaður bygg-
ingarnefndar, Friðjón Guðröðarson stjórnaði hófinu. Nokkrar ræður
voru fluttar. Þór Magnússon flutti ræðu fyrir hönd Þjóðminjasafnsins og
óskaði byggðasafninu til hamingju með þessa þýðingarmiklu fram-
kvæmd. Arkitektar hússins eru Stefán Örn Stefánsson og Grétar
Markússon. Fokhelt kostar það um 25 milljónir króna. Aframhald
byggingar ræðst af fjárveitingum og ræðst m.a. af því að ríkissjóður
hlaupi hér verulega undir bagga í samræmi við Þjóðminjalög.
Haldið var áfram endurbyggingu Skálarbæjar frá Skál á Síðu og lauk
þeirri framkvæmd að mestu á árinu, m.a. með hleðslu grjótveggja sem
safnvörður vann einn að. Innbú fylgdi ekki bænum. I baðstofu voru
fengin lausarúm frá árinu 1912 úr baðstofu í Árbæjarhelli í Holtum og
safnað til sængum og sængurfötum úr báðum sýslunum. I hjónaherbergi
bak við baðstofu voru sett rúm og klæðaskápur úr búi Einars Benedikts-
sonar skálds frá sýslumannsárum hans á Stóra-Hofi. Skilvinduborð,
með skilvindu og handsnúnum strokki lylgdi eldhúsi og var sett upp á
fyrri stað.
Goðasteinn
93