Goðasteinn - 01.09.1991, Side 96
Byggðasafnið eignaðist á árinu rafstöðvarhús frá læknissetrinu
Breiðabólstað á Síðu frá 1926, lítið timburhús í upphaflegri gerð. Það
er smíðað af Guðmundi Einarssyni frá Ytri-Sólheimum í Mýrdal.
Matthías Ólafsson bóndi á Breiðabólstað gaf húsið ásamt rafal og
túrbínu fyrir atbeina Sigþórs Sigurðssonar í Litla-Hvammi. Rafveitur
ríkisins fluttu húsið að Skógum, safninu að kostnaðarlausu. Húsafrið-
unarnefnd veitti byggðasafninu styrk að upphæð kr. 100.000,00 til þessa
verkefnis. Völundurinn Sigurjón Björnsson frá Svínadal gerði túrbín-
una snilldarvel upp áður en hún kom til safnsins. Óskar Hallgrímsson
frá Ytri-Sólheimum í Mýrdal, systursonur Guðmundar Einarssonar, átti
góðan þátt í kostnaðarlausum flutningi hússins að Skógum. Öllum þess-
um aðilum eru lluttar alúðarþakkir. Það verkefni bíður ársins 1991 að
ganga endanlega frá rafstöðinni á nýjum grunni og að gera það upp.
Gestakomum í byggðasafnið fjölgar frá ári til árs svo sem tekjur í að-
gangseyri bera glöggt með sér. Gestafjöldi sumarið 1990 var alls um 18
þúsund, raunar meiri en hægt er að taka á móti miðað við þröng húsa-
kynni en allt gekk það áfallalaust. Um % hlutar gesta eru útlendir ferða-
menn, mest í skipulögðum hópferðum. Enginn aðgangseyrir er tekinn
af börnum og ellilífeyrisþegum og í smáum stíl af hópferðum barna og
unglinga á skólaferðalögum. Sýningartími er langur daglega, vill oft
verða frá kl. 9 að morgni til 7 að kvöldi og ekki er ótítt að hópar komi
milli 8 og 9 að kvöldi frá Hótel Eddu í Skógum. A þessum langa sýn-
ingartíma byggist m.a. mikil aðsókn gesta að safninu.
Margir minntust safnsins með gjöfum góðra gripa á árinu. Skráðir
gripir í árslok voru 7807. Guðný Ólafsdóttir frá Skarðshlíð gaf fagran,
skatteraðan borða frá skautbúningi móður sinnar, Önnu Skæringsdótt-
ur, og baldýraða borða frá gamla skautbúningnum, verk Guðlaugar
Eiríksdóttur, ömmu gefandans, forkunnar gott verk frá um 1850. Signý
Sveinsdóttir frá Þykkvabæjarklaustri gaf ýmsa merka minjagripi úr búi
foreldra sinna, Hildar Jónsdóttur og Sveins Jónssonar, þar á meðal
nokkur verk Steingríms Jónssonar á Fossi á Síðu, ömmubróður gef-
anda. Bræðurnir Ólafur og Þórður Ólafssynir í Lindarbæ gáfu veislu-
borð Oddapresta, sr. Asmundar Jónssonar og sr. Matthíasar Jochums-
sonar, vængjaborð smíðað úr eik. Einar H. Einarsson og Steinunn
Stefánsdóttir á Skammadalshóli gáfu ýmsa muni úr búi sínu, einnig
nokkuð tímarita. Góðir gripir bárust frá Jóhönnu Pálsdóttur frá Skál og
94
Goðasteinn