Goðasteinn - 01.09.1991, Page 97
frá Hilmari Jóni Brynjólfssyni á Þykkvabæjarklaustri. Kristín Sigfús-
dóttirá Hellu gaf matardisk úr búi SkúlaThorarensen læknis á Móeiðar-
hvoli og ýmsa góða hluti gaf Guðbjörg Gísladóttir frá Arbæjarhelli.
Sævar Helgason frá Vík í Mýrdal kom færandi hendi og erfingjar Sigur-
bjargar Pálsdóttur og Ársæls Sigurðssonar skólastjóra frá Skammadal
í Mýrdal gáfu marga ágæta húsmuni úr búi þeirra. Byggðasafnið þakkar
öllum innilega sem minnst hafa þess í gjöfum á árinu. Gjafir þessa góða
fólks hafa m.a. leitt til þess að bærinn frá Skál á Síðu er nú vel búinn
að munum.
Þess skal getið að forsetar Alþingis sóttu safnið heim á sumrinu ásamt
þingmannanefnd frá Lögþingi Færeyja. Flestir alþingismenn í Suður-
landskjördæmi sóttu og safnið heim og skoðuðu nýbyggingu þess.
Hilmar Jón Brynjólfsson á Þykkvabæjarklaustri fór með safnverði í
nýuppblásna bæjarrúst í Niðurföllum í Álftaveri. Ætla má að hún sé frá
aldamótunum 1500. Safnvörður skrifaði skýrslu um bæjarrústina og af-
henti þjóðminjaverði.
Safnvörður fór á samfund safnvarða að Húnavöllum í Austur-Húna-
vatnssýslu dagana 29.—30. september.
Einar H. Einarsson á Skammadalshóli hvarf úr safnstjórn á árinu
sökum heilsubrests, eftir áratuga veru í henni. I stað hans var skipaður
Vilhjálmur Eyjólfsson á Hnausum. Nýir fulltrúar í safnstjórn nú af
hálfu Rangæinga eru Ástrún Svala Óskarsdóttir, húsfreyja á Hrútafelli
og Drífa Hjartardóttir, húsfreyja á Keldum. Þessir nýju fulltrúar eru
boðnir velkomnir til samstarfs. Úr aðalstjórn hvarf Bogi Thorarensen
á Hellu, sem ávallt sýndi málum safnsins mikinn áhuga og sótt það oft
heim til að fylgjast með framvindu mála. Þann 24. júlí var haldinn fund-
ur í stjórninni með Friðjóni Guðröðarsyni formanni byggingarnefndar
safnahúss og fleirum. Þar voru Einari H. Einarssyni fluttar þakkir fyrir
störf og velvilja í garð safnsins. Sverrir Magnússon skólastjóri, formað-
ur safnstjórnar, skýrði frá því að hann flytti brott frá Skógum um sinn.
Honum voru fluttar þakkir fyrir áhuga á málefnum safnsins. Safnvörður
afhenti gestum að gjöf minjagripi, forkunnar fagra veggplatta með niynd
af torfbæ Skógasafns, gerða af Ingunni Jensdóttur listakonu.
Sérstök ástæða er til að þakka héraðsnefndum í Rangárvallasýslu og
Vestur-Skaftafellssýslu, svo og framkvæmdastjórum þeirra, ekki síst
Jóni Þorgilssyni á Hellu, fyrir menningarlegan áhuga þeirra og skilning
Goðasteinn
95