Goðasteinn - 01.09.1991, Síða 102
Nóvember
Veðrið í nóvember var í stórum dráttum mjög svipað og í október.
Frost var að morgni þ. 4., 11. og 12. og að kvöldi þ. 18., en hitastig vel
yfir frostmarki að deginum þessa daga. Samfellt frost allan sólarhring-
inn var dagana 16., 17., 19. og 30. og komst mest í 5—6 stig. Hlýjustu
dagar mánaðarins voru 22.—27. og þessa daga var hitinn yfir hádaginn
7—8 stig og allt upp í 9 stig. Aðra daga mánaðarins - að undanskildum
frostdögunum - var hiti á bilinu 2—5 stig og stöku sinnum upp í 6—7
st. Sólardagar voru 6 og úrkomu varð vart 14 daga, mest í formi regn-
eða krapaskúra. Eins og í október voru yfirleitt hægar og breytilegar átt-
ir.
Desember
Mánuðurinn var umhleypingasamur og vindáttir breytilegar. Hitastig
var hæst dagana 6. með 7—9 st. hita og 6—8 st. hita þ. 13. og 14., og
þ. 31. var hiti 8 st. síðdegis. Að öðru leyti var hitastig mánaðarins lágt.
Frost var 8 daga; mest dagana 22.-24. og var þá 10—12 stig. Sólskins-
dagar voru 5 og úrkomu varð vart 21 dag og þar af snjókoma hluta úr
tveim dögum, þ. 21. og 28. Að öðru leyti var úrkoman rigning hluta úr
dögum, skúrir eða snjóél. Veðurhæð var aldrei mikil, fór þó í 8 vindstig
dagana 17. og 20.
Veðurfar 1989
Janúar
Janúar var mjög umhleypingasamur og gekk oft á með skammvinnum
austan- og suðaustanáttum með hlákublotum, en snérist svo í vestrið
með snjóéljum og var oft hvasst í éljunum. Dálítið snjóaði öðru hvoru,
einkum seinni hluta mánaðarins. I janúar sást aðeins til sólar í tvo daga,
þ. 8. og 9. en þá var léttskýjað öðru hvoru. Úrkomudagar voru 26, ýmist
rigning, skúrir, snjókoma eða snjóél. Frost var 9 daga oftast um og innan
við 5 stig, komst þó í 10—12 stig þ. 21. Hiti komst í 8 stig þ. 3., en að
öðru leyti var hitastig lágt, 1—3 stig og komst í örfá skipti í 5 stig. Oft
var strekkingshvasst og mestur varð vindhraðinn fyrripart dags þ. 22.
allt að 60 hnútum.
100
Goðasteinn