Goðasteinn - 01.09.1991, Side 103
Febrúar
Eins og janúar var febrúar umhleypingasamur, einkum fyrri hlutinn
og gátu vindáttir orðið breytilegar á sama sólarhringnum. Versta veðrið
var þ. 5., norðaustan rok með snjókomu og skafrenningi. Frost var 20
daga og komst í 9—12 stig dagana 4., 5., 15., 16., 23., 24. og 28. Aðfara-
nótt þ. 16. komst frostið í 14,5 stig. Að öðru leyti var frost fremur vægt,
2—5 stig. Urkomu varð vart að meira eða minna leyti 14 daga og að
mestu í fornri snjókomu og élja. Það sást til sólar 8 daga og þ. 4. naut
sólar frá sólaruppkomu til sólarlags - í fyrsta sinn eftir42 daga. Ríkjandi
áttir voru af vestri og suðvestri og oft nokkuð hvasst.
Mars
Tíð var umhleypingasöm fyrri hluta mánaðarins, en seinni hlutann
voru norðan- og norðaustanáttir ríkjandi. Veðurhæð varð aldrei mjög
mikil, mest 7 vindstig þ. 31. Sólar naut meira eða minna 10 daga og úr-
komudagar voru 14. Dálítið snjóaði öðru hvoru og skammvinnur bloti
var 4 daga, en að öðru leyti var úrkoman snjó- eða krapaél. Oftast var
frost í mánuðinum mest dagana 13.—16., frá 10 og uppí 15 stig. Aðfara-
nótt þ. 17. var frostið mest, 17 stig. Samfellt frost yfir sólarhringinn var
12 daga og frost að kvöldi og morgni 14 daga, en frostlaust yfir hádag-
inn.
Aprfl
Vindáttir voru breytilegar frá 1.—23. apríl, en eftir þann tíma voru
norðlægar áttir til mánaðarloka. Vindar voru yfirleitt hægir. Hiti var yfir
frostmarki að deginum allan mánuðinn, en frost - ýmist að morgni og
kvöldi - 13 daga og komst mest í 7 stig að kvöldi þ. 1. og 25. Sólar naut
meira eða minna 10 daga og úrkoma 9 daga, þó aldrei samfelld heilan
dag. Hitastig var oftast lágt, 2—6 stig en þ. 15. komst hiti þó í 8 stig og
þ. 30. í 12—14 stig.
Maí
Þann 1. maí komst hiti í 13 stig og var það hlýjasti dagur mánaðarins.
Dagana 7., 22., 26., 29. og 31. náði hiti, 10 stigum. Að öðru leyti var hita-
stigið lágt. Hiti fór lítillega undir frostmarkið að kvöldi þ. 8., 9., 16. og
28. Urkoma var 17 daga og að morgni þ. 14. snjóaði og tók þann snjó
Goðasteinn
101