Goðasteinn - 01.09.1991, Page 104
upp laust eftir hádegi. Rigning var 6 daga og skúrir 10 daga. Sólar naut
7 daga. Umhleypingasamt og áttir breytilegar.
Júní
Suðaustan-, sunnan- og suðvestanáttir voru þrálátar. Hiti var oft um
10—12 stig, fór stundum niður í 7-8 stig. Dagana 16., 23., 29. og 30.
komst hiti þó í 15—17 stig. Sólardagar voru 9, stundum þó ekki nema
hluta úr degi. Urkomu varð vart 6 daga, en að öðru leyti skýjað og þoku-
loft.
Júlí
Eins og í júní voru suðlægu áttirnar mestu ráðandi, en síðustu daga
mánaðarins, 27.—31. var norðanátt með björtu veðri. Hitastig var á bil-
inu 7—11 stig til 13. júlí en þá hlýnaði og var hitastig 12—14 stig til loka
mánaðarins. Þann 16. komst hiti í 20 stig miðdegis og þ. 25. var hiti
16—19 stig. Sólar naut meira eða minna 8 daga, úrkomu varð vart 12
daga og alskýjað eða þokuloft 11 daga.
Ágúst
Veður var spaklátt í mánuðinum og vindátt yfirleitt af austri og norð-
austri. Hiti var nokkuð jafn, oft 12—14 stig að deginum og komst mest
í 17 stig þ. 16. og nokkrum sinnum í 15 stig. Sólar naut meira eða minna
16 daga og urkomu varð vart 7 daga að mestu í formi skúra.
September
Loft var þungbúið í september og ekki sást til sólar nema 7 daga.
Rigning var 6 daga og skúrir 9 daga; aðra daga þurrt og alskýjað. Suð-
austanátt var að mestu ráðandi og oftast hæg. Hiti var yfirleitt 8—11 stig,
en frá og með 22. sept. fór hiti niður í 6—8 stig. Næturfrost var aðfara-
nætur þ. 19. og 20., tæp 2 stig.
Október
Til 13. okt. var yfirleitt vestlægar áttir, en eftir það varð norðaustlæg
átt ríkjandi að mestu. Mánuðurinn var úrkomusamur einkum fyrri hlut-
inn, en aldrei hvessti að neinu marki. Úrkoma var 20 daga, rigning eða
102
Goðasteinn