Goðasteinn - 01.09.1991, Page 108
Guðjón Ólafsson,
Syðstu-Mörk:
Vestur-Eyjafjallahreppur
Annáll 1988
Á manntali 1. des. 1988 voru íbúar í Vestur-Eyjafjallahreppi 209, 109
karlar og 100 konur. Á skólaskyldualdri voru 27 börn, á kjörskrá 147,
67 konur og 80 karlar, 5 börn fæddust, 6 manns létust. Ibúum hreppsins
fækkaði um 9 frá síðasta ári.
Byggingaframkvæmdir 1988: 1 íbúðarhús, 172 m2, 488 m3, í bílskúr
48 m2, 160 m3. Hafin var bygging á tveimur sumarbústöðum. Nokkuð
var unnið við félagsheimilið Heimaland og til þess varið kr. 589.788.
Unnið var og að endurbótum á grunnskólahúsi hreppsins, Seljalands-
skóla, og til þess varið kr. 981.195.
Samkvæmt forðagæsluskýrslum var búfé sett á vetur haustið 1988 sem
hér segir: Kýr og kvígur 749, geldneyti 284, kálfar 346, nautgripir alls
1379. Sauðfé: 5113 ær, 150 hrútar og 1035 gemlingar, sauðfé alls 6298.
Hafði fækkað frá síðasta ári um 1076. Hross 659. Svín 2. Minkar á
minkabúi 425.
Fóðurbirgðir: 3.552.630 fóðureiningar en fóðurþörf 2.694.650. Um-
fram fóðurbirgðir því 858.980 miðað við fóðurþörf.
Innlagðar mjólkurafurðir: til Mjólkurbús Flóamanna 1.887.094 1.,
sem er 43.153 1. minna en sl. ár, minnkun 2,24%.
Á árinu 1987 kom upp smitandi húðsjúkdómur í búfé, svonefnt
hringskyrfi, átveimurbæjum. Áárinukom hann enn uppátveimurbæj-
um til viðbótar, Indriðakoti og Efstu-Grund. Nokkrir nautgripir tóku
sjúkdóminn. Gerðar voru ráðstafanir til að hefta úrbreiðslu og útrýma
honum. Niðurskurður var gerður á nokkrum tugum geldneyta, yfir 40
hrossum og 7. hundrað sauðfjár. Þá varð að slátra öllum kálfum sem
106
Goðasteinn