Goðasteinn - 01.09.1991, Síða 109
fæddust á þessuni 4 bæjum í meira en 1 ár. Miklar varnargirðingar voru
settar upp vorið 1988 til að varna samgangi búfjár. Þá voru og nautgripir,
aðrir en mjókurkýr, hafðir inni á þessum bæjum allt sumarið 1988.
Á árinu lagðist búskapur niður á einu býli, Ysta-Skála III. Bóndinn,
Sigfús Auðunsson, flutti til Reykjavíkur. Eigendur jarðarinnar, sem eru
margir, tóku ákvörðun um að hún yrði ekki byggð og leyfðu sölu á full-
virðisrétti hennar. sem var eingöngu mjólkurréttur. Sigfús seldi hann
búendum í hreppnum.
Fyrir nokkrum árum fór Landgræðsla ríkisins þess á leit við Vest-
ur-Eyfellinga að þeir minnkuðu beitarálag á afréttum hreppsins. Við
þessu hafa bændur orðið, færra fé hefur við rekið á afrétt og beitartími
styttur. Ofbeit hefur verið talin á afréttunum og afréttarfé hefur sótt í
skógarsvæðin á Þórsmörk og Goðalandi. Á árinu 1988 hefur Land-
græðslan þrýst mjög á um að hætt verði að nýta afréttina til beitar um
árabil. Gert var uppkast að samkomulagi um málið og það lagt fyrir al-
mennan bændafund. Ekki fékkst nægilegur stuðningur við ákvörðun um
niðurfellingu beitar.
Annáll 1989
Á manntali í Vestur-Eyjafjallahreppi 1. des. voru 209 íbúar, 97 konur
og 112 karlar. Á skólaskyldualdri voru 28 og á kjörskrá 146, 65 konur,
81 karl, 2 létust, 4 börn fæddust.
Byggingaframkvæmdir: 1 geldneytisfjós, 62 m2, 183 m3, 2 haughús,
95 m2, 195 m3 og 1 sumarbústaður, 45 m2.
Unnið var við félagsheimilið Heimaland fyrir kr. 1.130.479. Einnig
var unnið að endurbótum á Seljalandsskóla fyrir kr. 1.619.152.
Samkvæmt forðagæsluskýrslum var búfé haustið 1989: 636 kýr, 95
kvígur, 403 geldneyti og 373 kálfar, nautgripir alls 1507. Sauðfé: 5122
ær, 156 hrútar, 894 gemlingar, suðafé alls 6172, hafði fækkað frá sl. ári
um 126. Hross voru 810, svín 4, minkar 390.
Fóðurbirgðir 3.784.318 fóðureiningar, fóðurþörf 2.827.700 fóðurein-
ingar, mismunur 956.610 fóðureiningar.
Innlögð mjólk í Mjólkurbú Flóamanna 1.916.493 1.
Hreppurinn keypti á árinu eyðibýlið Hamragarða af Skógræktarfélagi
Goðasteinn
107