Goðasteinn - 01.09.1991, Page 111
Magnús Finnbogason:
Au stur- Landeyj ahreppur
Annáll 1988 og 1989
Ræktunarsamband Landeyja, er sameignarfélag Búnaðarfélaga Aust-
ur- og Vestur-Landeyja stofnað 1947 og hefur starfað óslitið síðan. Sam-
bandið á og rekur núna eina jarðýtu. Stjórn þess er skipuð 2 mönnum.
einum úr hvorri sveit. Þessi ár hefur Hjörtur Hjartarson, Stíflu, verið
formaður en gjaldkeri Arni Erlendsson. Skíðbakka, ýtustjóri Benidikt
Sveinbjörnsson, Krossi, og honum til aðstoðar Ólafur Guðjónsson,
Tungu.
Félagsheimilið Gunnarshólmi
Félagsheimilið er sjálfseignarstofnun, eigendur Austur-Landeyja-
hreppur60%, U.M.F. Dagsbrún 30% og Kvenfélagið Freyja 10%. Hús-
ið er mikið notað yfir vetrartímann til margs konar félagsstarfsemi,
segja má að þau séu fá kvöldin sem ekki er verið þar með einhverja starf-
semi og oft á fleiri en einum stað. Mikil og góð samvinna er milli félags-
heimilis og skóla þar sem hvort tveggja er undir sama þaki og notar hver
það pláss sem hann þarfnast á hverjum tíma.
Húsráð 1988: Ingibjörg Marmundsdóttir, formaður, frá U.M.F.
Dagsbrún og Bjarki Viðarsson, Magnús Finnbogason, gjaldkeri.
Ragnar Guðlaugsson og Agnes Antonsdóttir frá Austur-Landeyja-
hreppi, Eygló Kjartansdóttir og Margrét Högnadóttir skiptust á um
kvenfélagssætið.
Kornrækt 1988 og 1989
Akrar sf. og Akrafóður hf. störfuðu bæði á árinu. Akrar sjá um rækt-
unarþáttinn og slátt á korninu ásamt innkaupum á sáðkorni, en Akrafóð-
Goðasteinn
109