Goðasteinn - 01.09.1991, Síða 112
ur sér um þurrkun, geymslu, vinnslu og sölu á því korni sem menn vilja
losna við. Bæði þessi ár voru slök til kornræktar, sérstaklega árið 1989,
kom þar margt til, erfitt árferði, kaldur og blautur maí og sólarlítið sum-
ar, sáning tafðist vegna verkfalls náttúrufræðinga og skortur var á Mari
byggi til sáninga þannig að í staðinn var notað afbrigðið Ida sem reyndist
illa. Bæði árin var sáð í um 100 ha. Þá var einnig tekið til vinnslu korn
frá kornræktarfélaginu Axi sf. í Vestur-Landeyjum en þeir eru hluthafar
í Akrafóðri. Samaaðalstjórner íbáðum félögum. Magnús Finnbogason
formaður, Guðlaugur Jónsson og Þorsteinn Markússon meðstjórnend-
ur. Varaformaður í Akrafóðri 1988 Snorri Þorvaldsson en 1989 Hjörtur
Hjartarson. Framkvæmdastjóri verksmiðju frá upphafi, Björn Óskars-
son, Alftarhól.
Annáll 1988
íbúar í Austur-Landeyjahreppi 1/12 1988, 207, 102 karlar og 105 kon-
ur. A skólaskyldualdri 41 eða 20%, á kjörskrá 132. Á árinu létust 3. Lif-
andi fædd börn 4.
Hreppsnefnd
Magnús Finnbogason oddviti, Eyvindur Ágústsson varaoddviti,
Agnes Antonsdóttir, Áslaug Hannesdóttir og Árni Erlendsson, Skíð-
bakka, er hann jafnframt hreppstjóri og umboðsmaður skattstjóra, þá
var hann kosinn fulltrúi hreppsins í héraðsnefnd sem tók við störfum
sýslunefndar um áramót 1988—89 en sýslunefndarmaður var Þorsteinn
Þórðarson.
Helstu viðfangsefni hreppsnefndar á árinu umfram lögbundin stjórn-
arstörf voru þau að hafin var bygging leiguíbúðar á Brúnavelli. Stærð
hússins er 118 fermetrar, 385 rúmmetrar. Verktakar voru Ágúst og
Hákon í Hvolsvelli. Húsið var gert fokhelt á árinu.
Hreppsnefnd hélt 14 fundi á árinu og einn almennan hreppsnefndar-
fund 13. apríl þar sem reikningum hreppsins var dreift og þeir skýrðir
og mál hreppsins rædd. 2 fréttabréf voru send út á árinu. Þá tekur hrepp-
urinn þátt í byggingu og rekstri Kirkjuhvols, heimili aldraðra í Hvols-
110
Godasteinn