Goðasteinn - 01.09.1991, Síða 113
velli, þar er fulltrúi hreppsins Eyvindur Ágústsson, einnig byggingu
læknisbústaðar og rekstri heilsugæslu í Hvolsvelli, með þau mál fer
Agnes Antonsdóttir. Skólanefndarmaður í Gagnfræðaskólanum í
Hvolsvelli er Árni Erlendsson og undir hann heyrir einnig bygging og
rekstur sundlaugar í Hvolsvelli en fulltrúi hreppsins í rekstri slökkvi-
stöðvar er Áslaug Hannesdóttir. Grunnskóli er rekinn í Gunnarshólma
upp að 7. bekk. Skólastjóri Elsa H. Árnadóttir, Brúnalundi, aðalkennari
Björn Jónsson sama stað, aðrir kennarar, Guðlaug Valdimarsdóttir í
50—60% starfi, stundakennarar Kristín Sigurðardóttir, Oddakoti,
Guðbjörg Albertsdóttir, Skíðbakka, Gunnar Marmundsson, Hvolsvelli.
Matráðskona Laufey Hauksdóttir, Skíðbakka, ræsting skóla Rós
Óskarsdóttir, Vatnshól, skólabílstjórar Helgi Helgason, Vatnshól og
Viðar Marmundsson, Svanavatni. Skólastarf gekk vel. Þá er í Gunnars-
hólma rekin deild úr Tónlistarskóla Rangæinga.
Á 38 bújörðum í hreppnum voru samkvæmt forðagæsluskýrslu fyrir
árið 1988, 812 kýr og kvígur, 418 geldneyti, 389 kálfar, nautgripir alls
1719. Sauðfé 4801 ær, 788 gemlingar, 144 hrútar alls 5733 kindur. 132
hestar, 1405 hryssur, 273 trippi, 210 folöld samtals hross 2020. Hænur
443, endur 77, svín 16. Fóðurþörf áætluð 3.831.885 fe, fóðurþörf talin
3.239.760 fe, mismunur 592.125 fe. Fénaðarhöld voru yfirleitt góð.
Afurðir innlagðar til sölu urðu sem hér segir: Mjólk 2.230.620 1. Kýr
og ungneyti um 480, kálfar 98, dilkar 6094, fullorðið 186, folöld 683,
fullorðin hross 40—50.
Jarðrækt og húsabætur
Nýrækt 5,3 ha, endurræktuð tún 48 ha, korn- og fræakrar 103,9 ha.
Girðingar 2860 m, trjáplöntun í skjólbelti mikil, kölkun túna 285 fm,
vélgrafnir skurðir, upphreinsun 136.475 rúmmetrar. Byggingafram-
kvæmdir: Byrjað á 5 íbúðum en lokið við 2. 1 hlaða 104 fermetrar, 1
fjós 310,4 fermetrar 1652 rúmmetrar, 2 vélageymslur 551 fermetrar, 1
bflskúr, 2 votheysturnar steyptir 2524 rúmmetrar, 1 heymetisturn 620
rúmmetrar, hrossahús, 3 haughús 981 rúmmetrar. Skógrækt: Plantað
skjólbeltum austan við skipulagt svæði í Brúnum og Tilraunastöðin á
Mógilsá lagði út áburðartilraun í Vatnshól.
Magnús Finnbogason.
Goðasteinn
111