Goðasteinn - 01.09.1991, Page 114
Annáll 1989
Þann 1/12 1989 voru íbúar Austur-Landeyja 213, 104 karlar og 109
konur. Á skólaskyldualdri 40 eða 19% af íbúunum, á kjörskrá 141. Á
árinu létust 2, lifandi fædd börn 5.
Um störf hreppsnefndar má segja að helstu viðfangsefni hafi verið lík
og árið áður. Lokið var byggingu leiguíbúðar í Brúnavelli og fluttu þau
Úlfar Albertsson frá Skíðbakka og sambýliskona hans, Jónína
Kristjánsdóttir ásamt dótturinni Söndru Sif, þar inn 1. ágúst. Gert var
sérstakt sveitarmerki fyrir hreppinn, Björn Jónsson kennari í Brúnalundi
teiknaði og hannaði merkið sem byggir á hugmyndum frá undirrituðum
og á að tákna Austur-Landeyjar hina frjósömu óshólma upp frá hafinu.
Um mitt sumar kom upp salmonellusýking í folöldum á nokkrum bæj-
um og olli nokkrum usla. Hreppsnefnd í samvinnu við heilbrigðisyfir-
völd greip strax til fyrirbyggjandi ráðstafana með upplýsingastarfi og
urðun hræja ásamt eyðingu vargfugla, en til þeirra var sýkingin rakin.
Af þessu hefur orðið verulegur árangur þannig að telja má víst að bú-
peningur hér sé ekki í meiri hættu en annars staðar. Þá var teiknað og
undirbyggt bílastæði við félagsheimilið Gunnarshólma og lagðar í það
regnvatnslagnir.
Hreppsnefndarfundir 11, almennur hreppsfundur haldinn 12. apríl.
Send út 3 fréttabréf. Skógrækt: Þann 1. maí afhenti Björn Loftsson frá
Bakka hreppsnefndinni sparisjóðsbók með vænni upphæð sem var arfur
eftir Þórð bróður hans og þau syskini gáfu til skógræktarmála hér í sveit.
Hluti þessa fjár fór til viðhalds trjágróðurs á Markarfljótsaurum og
Vatnshól. Var undirbúin nokkuð stór aspartilraun og víðilundur en
vegna verkfalls náttúrufræðinga fengust ekki plöntur til að útplöntun
tækist í tíma og bíður það næsta árs. Á starfsliði skóla urðu þær breyt-
ingar að Elsa Árnadóttir og Björn Jónsson fóru í ársleyfi, við þeirra
störfum tóku Svanhildur M. Olafsdóttir sem býr í Brúnalundi og
Svanborg E. OskarsdóttiráSkeggjastöðum í Vestur-Landeyjum. Sigríð-
ur Haraldsdóttir, Búðarhóli tók við handavinnukennslu af Kristínu
Sigurðardóttur í Oddakoti, Laufey Hauksdóttir var stundakennari í
heimilisfræði samhliða matráðskonustarfi. Að öðru leyti er starfslið
skólans óbreytt. Skólastarf gekk vel eins og áður. Við skólann er starf-
andi foreldra- og kennarafélag, formaður þess er Helga Bergsdóttir.
112
Goðasteinn