Goðasteinn - 01.09.1991, Page 116
1988: Skýrsluhaldarar 14. Heilsárskýr 254. Meðalnyt 4177 kg. Fita
4,09%. Árskýr 367. Meðalnyt 4150 kg. Kg. kjarnfóður 637 kg.
1989: Skýrsluhaldarar 14. Heilsárskýr 269. Meðalnyt 4048 kg. Fita
4,07%. Árskýr 372. Meðalnyt 4016 kg. Kg. kjarnfóður 674 kg.
Rútur Pálsson.
Ungmennafélagið Dagsbrún
Ungmennafélagið Dagsbrún var stofnað þann 23. október 1909. Hefur
tilgangurinn frá upphafi verið ræktun lands og lýðs.
í gegnum tíðina hefur félagið staðið fyrir margháttuðu skemmtana-
haldi, námskeiðahaldi, íþróttaæfingum og mótum. Þá á það og rekur
30% af Félagsheimilinu Gunnarshólma.
Árin 1988 og 1989 voru með hefðbundnu sniði. Félagið stóð fyrir
þorrablóti, dansleik 16. júní og skemmtun á þjóðhátíðardaginn. Einnig
hefði félagið veg og vanda að jólatrésskemmtun, sem endranær.
Á haustdögum 1989 minnist félagið 80 ára afmælis síns, með
afmælishófi í Gunnarshólma. Þar skemmtu félagsmenn’gestum með
söng og glensi. Margir töluðu hlý orð í garð ungmennafélagsins og fékk
það margar góðar gjafir. Á eftir lék hljómsveit fyrir dansi langt fram á
nótt.
Ungmennfélagið stóð fyrir leikjanámskeiði og íþróttaæfingum.
Félagar á þess vegum tóku þátt í nokkrum íþróttamótum, innan héraðs
og utan s.s. Rangæingamóti, keppni í starfsíþróttum o.fl.
Stjórn 1988: Agnes Antonsdóttir, formaður, Guðbjörg Edda Árna-
dóttir, ritari, Guðrún Jónsdóttir, gjaldkeri.
Stjórn 1989: Bjarki Viðarsson, formaður, Hlín Albertsdóttir, ritari,
Ingibjörg Marmundsdóttir, gjaldkeri.
Elvar Eyvindsson.
Búnaðarfélag Austur-Ivandeyja
Félagið var stofnað 1890 og hefur það starfað óslitið síðan. Megin-
markmið þess hefur verið ræktun lands og búpenings.
Félagið á nokkuð af tækjum til ræktunar sem það leigir út á félags-
svæði sínu. Jafnframt hefur það reynt að standa vörð um hagsmunamál
bænda almennt.
Stjórn skipuðu:
114
Goðasteinn